Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 7

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 7
Engin nema þú SMÁSAGA EFTIR ALVIN JOERGENS •íane var föl og torkennileg þar sem hún ^eygði sig yfir bréfið. Andartak leit hún hugsi ut yfir blátt. Miðjarðarhafið, sem breiddi úr ser fyrir utan gluggan hennar. Þetta var síð- ast> dagur brúðkaupsferðarinnar; á morgun ^iluðu þau heim aftur. En svo beit hún saman vörunum — þessum ^gurlega löguðu og mjúku vörum — og tók að skrifa: Drusilla mín, mér finnst það skylda mín uð segja þér sannlcikann. Ég veit ekki hvað V|ð eigum að gera, það getur tíminn einn Sagt okkur, en sannleikurinn er sá, að þú 'ufðir á réttu að standa. Þú en ekki ég befðir átt að verða eiginkona Júlíusar. Hvers vegna kvæntist hann mér? Kannski Vegna þess að hann vorkenndi mér; þú hafðir allt til alls, en ég svo lítið. Hljóm- ar þetta ekki furðulega? En þannig er nú ^álíus, er það ckki? Þess vegna er það sein við elskum hann báðar svona mikið. ég aðeins hefði vitað sannleikann þá, hefði þetta aldrei gerst. Júlíus talar um þig UPP úr svefninum. Stundum ávarpar hann mig DrusiIIu, án þess að gera sér það Ijóst. ^að ert þú, sem ert hin heppna, ekki ég. 8 hef hann hjá mér, en þú — þú átt ást ans um tima og cilífð. Fyrirgefðu mér. Jane. fr Vað það í rauninni var sem Drusilla hafði séð^ aðrar stúlkur, það gat Jane aldrei vel C^a ®ert ser grein fyrir. Auðvitað leit hún döku1 með Þetta rauðgula hár sitt og skíru ar u augun. En Jane hafði séð margar ung- til Stúlkttr, sem voru fegurri, en áttu þó ekki hera tíundapart af þokka Drusillu. Var í einu orði sagt yfirþyrmandi. 8 i hverju liggur svo þessi þokki?“ purði ^ILISBLAÐIÐ Júlíus dag nokkurn þegar hann var vinnu- veitandi Jane og Drusilla hafði orðið að um- ræðuefni um stund. Jane, sem sat við vinnuborðið sitt úti við gluggann, öfundaði engann, jafnvel ekki Drus- illu; „Það er ekki aðeins það, að hún er fal- leg, heldur er það jafnframt þessi mikla lífs- orka hennar sem veldur. Hún lifir sig inn í hlutina tvöfalt á við það sem aðrir gera, og lífsgleði hennar smitar alla aðra“. „Þér eruð mér til mikillar hjálpar, Jane“, sagði Júlíus. „Ég ætti satt að segja að hækka launin yðar um helming“. „Hvers vegna gerið þér það þá ekki?“ ans- aði Jane og brosti. „Ég mun gera það, þegar bókin er orðin metsölubók, — þökk sé yður og henni Drus- illu yðar“. — Drusilla var í rauninni sögu- hetjan í nýju bókinni hans, enda þótt hann hefði aldrei séð hana. „Segið mér eitthvað um þessa persónu“, hafði hann sagt áður en hann byrjaði að skrifa söguna. „Hún hlýtur að vera barmafull af lífsþrótti, einstæðingur, sem sker sig úr fjöldanum. Þekkið þér nokkra stúlku, sem er þannig?“ „Já — ég bý með einni slíkri". Og hún hafði sagt honum frá því, hvernig Drusilla hafði sem tíu ára gömul og foreldra- laus farið að búa hjá Elnu frænku hennax, sem var ekkja með rýrar tekjur en stórt hjarta og átti fimm ára gamla dóttur. Þegar Jane var sextán ára hafði hún á- kveðið að læra hraðritun og vélritun, svo hún gæti unnið fyrir sér. Þá var Drusilla ellefu ára, Jane var ljóst, að fjölskyldan var fjárhags- lega á heljarþröm. — Drusilla vissi nefni- lega líka hvað hún vildi, og Elna frænka sagði aldrei nei, þannig að útgjöldin voru að vaxa henni yfir höfuð. Jane var ekki öfundsjúk. En kannski hafði 7

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.