Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 8
hún stöku sinnum velt vöngum yfir því, hvers vegna eina frænkan varð að taka á sig byrð- amar og sleikja frímerkin hjá Blak & Co. á meðan hin stúlkan sprakk út eins og rós án fyrirhafnar. En nú var hún löngu hætt að hugsa um það. „Hvemig er hún annars þessi framtakssama Drusilla yðar í sambúð?" spurði Júlíus. „Ég er viss um að hún er eigingjörn, pillt af eft- irlæti, tilgerðarleg og óþolandi, þegar allt kem- ur til alls, er hún það ekki?“ Jane leit snöggt upp. „Nei, alls ekki. Að vísu er hún svolítið spillt af eftirlæti, en hún er ekki eigingjörn. Ef hún t.d. eignast pen- inga, er hún fús til að gefa þá svotil alla — en eyða svo afganginum í ilmvatnsglas". „Þetta segir mér ekkert um það, hvernig hún er í daglegri umgengni“. „Það er erfitt að lýsa því. Hún er bæði líf og fjör og órói, og . . . og —“ „Og hvað?“ „Og jjegar hún er ekki heima, þá er maður fyrst eins og maður sé maður sjálfur. Það er ekki vegna þess að hún sé svo upptekin af sjálfri sér, heldur getur hún ekki að því gert, að annað fólk hrífst með henni. Það er eins og að aka í hringekju. Þó það sé gaman, finnst manni gott þegar hún stansar og allt verður rólegt aftur“. Allt í einu varð Jane þess vör, að Júlíus Wang sat og virti hana gaumgæfilega fyrir sér. Hún roðnaði að ástæðulausu og óskaði þess — þótt samtöl við þennan mann væri það skemmtilegasta sem hún gat hugsað sér — að hann tæki til við vinnu sína á ný. En örlögin virtust hafa annað í pokahorn- inu henni til handa, einmitt núna, þegar hana var farið að dreyma um það að komast upp á tinda einhverrar óumræðilegrar hamingju, endaþótt hún væri jafn venjuleg stúlka og hún var. Hún var nýkomin heim og hafði sest í stól, þegar hún fann fyrir einhvers konar verk, þannig að svo virtist sem blóðið frysi í æðum hennar. Og Elna frænka neri hendur og sagði aumlega: „Æ, hvað get ég gert? Bara að Drusilla væri komin! Hún myndi vita hvað til bragðs skyldi taka“. Upp úr þjáningarstununum hvíslaði Jane- „Hringdu á lækni, frænka mín, en flýttu þer • Læknirinn kom, og síðan sjúkrabíll- Tiu mínútum síðar lá Jane í rúmi á sjúkrahusi- Botnlangabólga. Fyrirvaralaus uppskurður- Hún var flutt á skurðarborðið, og andartaki síðar hvarf henni öll meðvitund. Þegar hún rankaði við sér aftur, var kom- inn dagur, o ghún lá á sjúkrastofu innan uni marga aðra sjúklinga. Ósjálfrátt fannst henm að ef það væri Drusilla, sem hefði orðið veik. þá hefðu peningar streymt að með einhverj- um undarlegum hætti, jafnvel þótt Elna frænka ætti ekki skilding. Þá hefði verið eýtt í einkaherbergi, fullt af blómum, ávexti og heimsækjendur í fínum bílum. En þegaf um Jane var að ræða, varð að gera sér að góðu fjölbýlisstofu, skort á öllu óhófi, og lata sér nægja það sem best. Síðdegis leit Elna frænka inn til hennar. en var óðara hrakin burt af hjúkrunarkon- unni. Sjúklingurinn var of lasburða; hun mátti ekki fá heimsókn fyrr en á föstudag- Þegar föstudagurinn rann upp, lá Jane og beið í ofvæni. Hún sá eiginmann konunnar við hliðina koma með stóran blómvönd handa konu sinni. Jane leit undan og lokaði aug' unum. Hún fékk kökk í hálsinn og gat fund' ið fyrir tárunum að baki augnalokunum. „Jæja, svo þér eruð semsagt Jane“, heyrð* hún rödd segja, og allt í einu var sem allur heimurinn gerbreyttist. Hún opnaði augun o gsá í gráu augun hans Júlíusar Wangs. „Svo þannig er komið fyrir henni Jane minni“, bætti hann við í þeim tóni, sem konl hjarta hennar til að kippast við. „Hér liggur hún undir ullarteppi í storu = leiðinlegu sjúkraherbergi svo að allt fj°r horfið úr augum hennar og liturinn úr vöng unum . . . “ Jane minni . . . Hann hafði dregið stól að rúminu á nieðan hann sagði þetta, og sest. „ „Það er fjarska fallegt af yður að konia sagði hún lágt og veiklulega. H E I M I L I S B L A Ð Ip 8

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.