Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 9
>.Mér þykir svo fyrir því, að þetta hefur
gerst“.
..Litla kjánastelpa“, sagði hann, „en hvað
Það er líkt yður að taka það nærri yður —
aimarra vegna.“ Rödd hans var nokkuð ó-
skýr.
Vertu nú stillt, Jane! hvíslaði hún að sjálfri
Ser- Vertu nú róleg! En það var ekki auðvelt
fyrir hana að vera róleg, þegar Júlíus lagði
^önd sína á hennar hönd og sagði, að hún
yröi að verða hress aftur eins fljótt og hún
„Það er ekki starfið, sem ég er að hugsa
Utri“> sagði Iiann. „Það er yðar sjálfrar vegna
sem ég segi þetta, skiljið þér, Jane. . .“
En hann lauk ekki við setninguna.
>.Nei, en veslings Jane þó!“ hljómaði skær
rödd 0g nokkuð andstutt við fótagaflinn,
Segnum lága rödd Júlíusar.
Við gaflinn stóð Drusilla. Hún hélt á falleg-
Uttt blómvendi í hendinni, og dökk augu henn-
ar ijómuðu af meðaumkun.
Nún gekk að rúmstokknum og settist. Svo
^lrtist sem hún tæki ekki hið minnsta eftir
ullusi. Allt ver þetta mjög raunverulegt,
ryllilega raunverulegt. Jane var það ljóst,
°S henni varð þungt um hjartað.
’.Mömmu hður ekki beinlínis vel“, sagði
rusilla, „svo ég fór hingað í staðin fyrir
Ua- Hún hringdi ekki til mín fyrr en í dag,
atlnars væri ég búin að koma fyrir löngu“.
Síðan hlaut Jane að kynna þau: „Þetta er
rusilla frænka mín. Drusilla, þetta er herra
JuIíus Wang“.
bað Var harla ónotalegt fyrir Jane að heyra
u kasta á hana kveðju og ganga svo sam-
an út úr sjúkrastofunni þegar heimsóknin var
euda. Þegar þau voru komin að dyrunum,
!ar Það Drusilla, en ekki Júlíus, sem mundi
hr\
,. að snúa sér við og kinka kolli til sjúk-
Ungsins.
Erusilia hafði þekkt fjölmarga menn um
^a.gana. Hún hafði orðið ástfangin og sett upp
, *nS. en yfirunnið tilfinningasemina og sent
r*nginn aftur rétta boðleið — og þetta hafði
^ st svo mörgum sinnum, að Jane gat ekki
fastað tölu á það lengur. Henni hafði aðeins
U(Jist, að Drusilla hlyti að vera tilfinninga-
laus. En þegar hún sá augu hennar mæta
augnaráði Júlíusar, — þá var eins og Jane
sæi nýja Drusillu. 1 fyrsta skipti sá Jane ást,
heita og kröfuharða ást, loga úr augum henn-
ar. Eða var þetta bara ímyndun?
Það tók Jane miklu lengri tíma að komast
aftur til heilsunnar en læknamir höfðu bú-
ist við.
„Hvað amar eiginlega að yður?“ spurði
hjúkrunarkonan einn daginn. „Yður ætti að
fara fram með hverjum deginum sem líður.
Það gengur ekkert að yður líkamlega, upp-
skurðurinn tókst ljómandi vel, og sárið er
gróið. Er það eitthvað sem yður leiðist?“
„Nei“, svaraði Jane.
Hún hafði heldur enga ástæðu til að láta
sér leiðast. En henni var nú ljóst, að Drusilla
átti sér mót við Júlíus annars staðar en við
sjúkrabeð hennar. Drusilla hafði sagt henni
einn daginn, að hann hefði boðið sér út að
borða. Aldrei hafði hann boðið Jane þannig
út. Hann vitjaði Jane á hverjum degi, en Drus-
illa var þá alltaf viðstödd, og augnaráð henn-
ar elti uppi augnaráð hans allan tímann.
Sú stund rann upp, að Jane óskaði þess
jafnvel að verða ekki heil heilsu aftur. Hún
óskaði þess að fá að deyja, án þess að kom-
ast nánar að raun um vináttu Júlíusar og
Drusillu — og væntanlegt hjónaband þeirra.
Júlíus tjáði henni, að ágætlega gengi með
bókina, „eftir að hann hafði hitt Drusillu
gædda holdi og blóði“. Þetta sagði hann svo
að Drusilla sjálf heyrði, og Jane varð að gefa
henni skýringu á því, hvernig þau hefðu í
sameiningu gert hana að söguhetju í væntan-
legri bók.
Drusilla, sem jafnan var mjög elskuleg í
garð Jane, var engu að síður sú sem öll at-
hyglin beindist að — eins og alltaf. Eftir tvo
mánuði ætlaði hún að taka þátt í veðreið-
um, og um þetta fjallaði hún fram og aftur,
en Júlíus og Jane hlustuðu á.
En þrátt fyrir allar óskir, náði Jane heilsu
sinni á ný, og sá dagur rann upp, að hún
skyldi yfirgefa sjúkrahúsið, sem virtist ekki
geta hýst hana lengur, — og hverfa aftur út
í það líf, sem sömuleiðis virtist ekki hafa
^MILISBLAÐIÐ
9