Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 10

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 10
þörf fyrir hana meir. Frænka hennar sótti hana, tárvot í framan og full af áhyggjum. En þrátt fyrir góðan vilja frænkunnar til að hafa góð áhrif á endurbata stúlkunnar, kom það að litlu gagni, því að Jane tók aftur við sínu gamla hlutverki sem „sú, sem hafði breiðasta bakið“. Einhvernveginn afbar hún fyrstu dagana — einhvernveginn tókst henni að horfast í augu við staðreyndirnar: að hún yrði aftur að taka upp sitt fyrra starf. Helst myndi hún hafa viljað hætta því, en hún vissi ekki hvernig hún átti að koma sér að því. Júlíus hafði sent vín og blóm til hennar tii að fagna komu hennar af sjúkrahúsinu, og Jane varð að berjast við sjálfa sig til þess að fara ekki að gráta. „Er hann ekki dásamlegur maður?“ sagði Elna frænka og stundi. „Ég er viss um, að Drusilla verður hamingjusöm með honum“. Jane kreppti hnefana, og hún beit á jaxl- inn eins og hún hefði fengið krampa. Nokk- ur stund leið, áður en hún gat stunið upp: .Jtlvað . . . hvað er Drusilla viðriðin Júlíus?“ ,JE, elskan mín, hún er yfir sig ástfangin af honum, og ég held henni sé bara alvara í þetta skiptið, svei mér þá. Þú hlýtur þó að hafa tekið eftir því, þegar hún heimsótti þig á spítalann. Bara að hún halli sér nú að hon- um einum — ég er viss um, að hann er ein- mitt rétti maðurinn fyrir hana . . . “ Ekki var einu orði minnst á það, hvort Júlíus elskaði Drusillu. Og svo rann upp sá dagur, að Jane varð að fara heim í vinnuherbergi Júlíusar Wangs. Júlíus tók á móti henni í bókaherberginu. „Það er stór dagur í dag“, sagði hann og leit á hana þeim augum, að ekki var ljóst hvort hann sá rétt hver var komin. Jane var orðin miklu fölleitari og grennri en hún hafði verið fyrir uppskurðinn. Grá augu hennar virtust allt of stór í litlausu and- litinu. „Hvað hafa þeir eiginlega gert við þig?“ sagði hann lágt og gekk alveg að henni. „Þú Iítur út eins og þú ættir alls ekki að vera á fótum. Því ertu annars komin hingað í dag. Jane litla?“ Hana dauðlangaði til að halla höfðinu að öxl hans og játa, að aðeins í návist hans gæti hún aftur orðið hraust og glöð. Hun átti erfitt um mál þegar hún svaraði lágt- „Ég er komin hingað til að vinna, Júlíus“. Hún hafði aldrei ávarpað hann með f°r' nafni fyrr. En Drusilla hafði gert slíkt, rett eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hann tók utan um hana og þrýsti henW að sér, og leit niður í gráu augun í litla föl* leita andlitinu. „Nei, þú vinnur ekki, Jane’ heyrirðu það“. Hjarta hennar sló svo ákaft, að hana kenndi nánast til, og tvö óskynsöm tár hröt- uðu niður vanga hennar. „Slepptu mér, hvísl' aði hún. „Nei“, sagði hann blíðlega, og hendur hans þrýstu henni svo fast að honum, að höfnð hennar hvarf að öxl hans ósjálfrátt. „Þú eft komin til að hvíla þig hér, hjá mér, elskan mín, en ekki til að vinna“. Löng stund leið áður en hún áttaði sig a því, hvað raunverulega var að eiga sér stað- Og þegar hún hafði komist í skilning um þa®’ þá sat hún í þægilega legubekknum, og Jáh' us hélt yfir um hana. „Ég fer með konuna mína til Suðurfrakk' lands“, sagði hann. „Bókin og allt annað bíða, þangað til hún hefur komist til heilsU aftur“. „Ég er alls ekki sú kona, sem þú ættir að eignast“, hvíslaði hún við öxl hans. „Elskarðu mig, Jane?“ Armur hans þrýstl henni fastar að honum. „Já . . . Ég elska þig. . . “ (( „Þá ertu einmitt konan sem ég þarf að fá sagði hann, og rödd hans var þrungin blíðú- Og Jane var svo yfirþyrmd af undrun 0a óttablandinni gleði í senn, að hún hætti a andmæla. Hún lét skeika að sköpuðu. ha. var í rauninni óskiljanlegt, að hún ský10 vera í þann veginn að verða eigink011'1 Júlíusar Wangs. En það var einmitt það sem gerðist. allt gekk mjög fljót tfyrir sig. Júlíus Og máth H E I M I L I S B L A Ð 1 ® 10

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.