Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 11

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 11
e^ki heyra það nefnt, að hún undirbyggi sig neitt sérstaklega fyrir brúðkaupið. Hann hélt Því staðfastlega fram, að hún yrði að kom- á einhvern heilsusamlegan stað til að geta safnað kröftum, endaþótt hún vildi helst vera 1 nánd við hann; hann ætlaði að undirbúa bfúðkaupið á meðan. ^aginn eftir að hún kom til borgarinnar aftur, voru þau gefin saman. Enn var hún ekki búin að hitta Drusillu, en Elna frænka hafði sagt, að Drusilla myndi Verða brúðarmær. »Eg vildi gjarnan hitta drusillu áður en ^rúðkaupið fer fram“, sagði Jane. „Hvar er hún niðurkomin?“ »Eg veit það ekki, væna mín. En hún sagði, a^ hún myndi áreiðanlega koma til kirkjunn- ar í tæka tíð“. hannig hafði það nú gerst. Jafnvel brúð- . auP Jane var yfirskyggt af nærveru Drus- Iluu. Alla leiðina til kirkjunnar var gleði Jane •^'r því að verða eiginkona Júlíusar slævð af uttanum við það, hvernig Drusilla myndi taka ÚVl- Og hún reyndi að hughreysta sjálfa sig n'eð því, að ef DrusiIIa Iiefði raunverulega yerið ástfangin af Júlíusi, myndi hún aldrei a^a tekið það í mál að verða brúðarmær. ^En óðara er hún kom til kirkjunnar og sá rusillu í skrúðhúsinu, þá varð henni Ijóst, aú þarna hafði hún reiknað skakkt. ^rusiila var klædd í hvítt og líktist sjálf rúði .— brúði sem fengið hefur að vita, að e hert yrði af brúðkaupi hennar. Jane varð þungt um hjartaræturnar. Dag- úfinn missti ljóma sinn. Hvað hafði hún ekki ^lnu sinni sagt við Júlíus sjálfan? Nei, það r ekki rétt. Hún var ekki eigingjörn. Þeg- r hún átti eitthvað var hún reiðubúin að það öðruni eins og það lagði sig . . . ^ar Júlíus kannski gjöf frá Drusillu? , n nú var orðið of seint að breyta nokkru r um. Presturinn beið, brúðarmeyjarnar Eiðu Júlíus beið . . . Jane brosti veiklulega „! Drusillu, og Drusilla brosti vingjarnlega 11 baka. ^ bfúðurin gekk í kirkjuna í fylgd fjögurra ubarrneyja sinna. ILISBLAÐIÐ Myndin af Drusillu stóð óhugnanlega skýrt fyrir hugskotssjónum Jane nú — þrem vikum eftir brúðkaupið, og við lok brúðkaupsferð- arinnar. Andlit Jane var fölt og þjáð, þegar hún lagði pennan frá sér og leit upp frá því sem hún hafði skrifað. Hún sneri sér snögglega við, þegar hún heyrði Júlíus koma inn. „Hvað er að, Jane? Eitthvað komið fyrir?“ Hún kinkaði kolli. „Já, Júlíus. Varðandi Drusillu. Ég var að fá skeyti frá Elnu frænku. Drusilla datt af baki. Vesalings Elna frænka“. „Áttu við . . . er Drusilla — dáin?“ „Það munar víst litlu, Júlíus. Varla nokk- ur von um hana. Það eina, sem ég gat gert fyrir hana — og fyrir Elnu frænku — er þetta“. Og hún rétti Júlíusi bréfið. Hann las það og endurlas. „Elsku Jane mín, hvernig geturðu skrifað annað eins og þetta? Hvað ef hún kemst nú yfir allt saman?“ Jane hristi höfuðið. „Hún kemst ekki yfir það, Júlíus; það er engin von. Og þegar ég hugsa til þess, að ég — skilurðu, ég verð að gera eitthvað“. „Það er nóg, að þú hugsar um það“, sagði hann. „Svona er enginn nema þú, Jane“. Og þegar hann hafði ekki látið í Ijós neina undrun yfir því, að bréf sem þetta gæti haft einhverja þýðingu fyrir Drusillu, spurði Jane lágt: „Þú vissir sem sagt, að Drusilla elskaði þig?“ „Já“, svaraði hann alvarlegur. „Hún sagði mér það sjálf“. „Hvenær?“ „Á meðan þú lást á spítalanum. En . . .“ Hann lagði handlegginn yfir um hana og dró hana þétt að sér. „En jafnvel þótt þú. Jane, hefðir ekki fyllt hvern krók og kima hjarta míns, — þá hefði ég aldrei getað elskað Drusillu“. 11

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.