Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 12
Trúlofuð - án þess að vifa það
SMÁSAGA EETIR MARCELL BENOIT
De Stances barónsfrú var andartak alein
með ungfrú Simone — Simone Vérard, sem
var aðal-afgreiðslustúlkan í hinu stóra tísku-
húsi Bocher Soeurs — og hún notaði líka
tækifærið.
„Innilegustu hamingjuóskir mínar, ungfrú!“
sagði hún fyrirvaralaust.
Simone leit undrandi á hinn virðulega við-
skiptavin sinn: „Hamingjuóskir? ... I hvaða
tilefni segir barónsfrúin þetta?“
,j tilefni af væntanlegum hjúskap, að sjálf-
sögðu“.
„Hjúskap?"
„Yðar eigin. Frammi fyrir mér þurfið þér
ekkert að leyna því“.
,Að . . . að ég sé í þann veg að gifta mig!
Það hlýtur að vera um einhverja aðra að ræða
— eða einhver hefur sagt barnfóstrunni ósatt“.
Ungfrúin brosti, og barónsfrúin leit á hana
sem grallaralaus um stund, en sagði svo með
nokkrum undirtóni: „Þér eruð sannarlega ein-
um of hlædræg, ungfrú. Þér ættuð þó að vita,
að ég hleyp ekki um með slúðursögur. Fram-
tíð yðar . . . “
„Framtíð mín? Hefur einhver verið að tala
um hana? Kannski „sá væntanlegi sjálfur?“
,jíei, hann þekki ég ekki persónulega, en
við eigum sameiginlega kunningja. Og hann
dregur ekki dul á neitt.“
„Einmitt. Því ætti hann svosem að gera
það . . .“ Simone var orðin gröm, og var
næstum búin að gleyma því, að hún var að
tala við viðskiptavin. „En ég get sagt yður
það í trúnaði, að hér er aðeins um söguburð
að ræða . . . afsakið, ég á við, að hér er um
að ræða misskilning, samanrugling á nöfn-
um. Ég er ekki sú eina sem ber þetta for-
nafn og eftimafn. Það hlýtur að vera einhver
önnur Simone Vérard, sem er trúlofuð. Það
er allt og sumt“.
.jlei, ekki getur það verið; því að það er
ekki aðeins nafnið, sem kemur heim og sam-
an, heldur aðrar upplýsingar sem mér hafa
borist um yður. Vel getur verið, að til seU
fleiri með nafninu Simone Vérard, en að ÞV1
er ég best veit er aðeins ein fædd í Angoul'
éme, dóttir verksmiðjueiganda þar á staðnuffl-
Ég er reyndar sjálf fædd í því héraði, og eS
þekki vel til fjölskyldunnar. Jæja . . . Viður-
kennið þér núna, að þér getið ekki borið a
móti þessu? . . . Ég hefi fengið það góðar
upplýsingar. Þér getið alveg eins viðurkennt
sannleikann. Ég held líka, að þér verðið hm
glæsilegasta frú de Rodena“.
„De Rodena?“
„Já, bankastjórans úr Baulevard Hauss-
mann. Hann bæði cr eitthvað og á; og aU^
þess er hann hið eigulegasta mannsefni á all'
an annan hátt“.
Smám saman var Simone orðin mjög al'
varleg.
„Þetta er þó það ótrúlegasta af öllu! Það
er þó sannleikur, að ég hef ekki einu sinu1
séð herra Rodena, og ég get ekki ímyndað
mér, að hann hafi fengið þá flugu í höfuðið
að vilja giftast mér — án þess að þekkja
mig hið minnsta“, sagði Simone og var nu
farin að brosa. „Allavega hefði hann ae>
minnsta kosti getað spurt mig, áður en haffl1
fór að tilkynna væntanlegt brúðkaup okkar •
„Það segiö þér þó satt“, svaraði baróness-
an hugsi, „en hvað á öll þessi saga að þýða'
Hver getur fundið upp á því að nota nafn'ð
yðar? Og í hvaða tilgangi? Ef ég væri í yðar
sporum, myndi ég gaumgæfa málið nánar •
„Ja, sjáið þér til: Það er ekki um núg a^
ræða, eða hvað?“
„Hvort sem svo er eða ekki, þá fyndist fflef
rangt af yður að láta sem ekkert væri“.
Barónsfrúin kvaddi og fór, og eftir stó
Simone hugsi. Þegar ein afgreiðslustúlka0
gekk inn skömmu síðar, spurði hún hana-
H E I M I L I S B L A Ð I P
12