Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 16
Gott kvöld, þetta er Elvira! SMÁSAGA EFTIR SEBASTIAN Þar sem hann leit á hana hvar hún stóð og starði út um gluggann á fallandi mjöllina, og hann var nýbúinn að gefa henni verðmæta Nertz-loðkápu, þá var honum ljóst, að hann átti engin ítök í henni lengur; löngunarfullt augnaráð hennar og dapurleiki sannfærðu hann um það. Hún var enn ung, en liann var kominn fast að sextugu, og veikt hjarta hans kom honum til að finnast hann ennþá eldri en hann var. Að vissu leyti dáðist hann að henni, þegn- skap hennar og einstærði fórnarlund. Hún hafði um seinan komist að raun um, að 32 ára aldursmunur á milli hjóna er of mikill, meiri en hægt er að láta sér yfirsjást til lengd- ar, þegar maður er ung stúlka og yfir sig hrifin af blekkjandi unggæðishætti frægs lista- manns, ríkulegum tekjum hans og ýmsu því öðru, sem blindaði hana á þeirri tíð. Nú hafði hún komist að raun um mistökin, en hún var grandvör og reyndi að leyna tilfinn- ingum sínum. Þegar hann dæi, þá myndi hún syrgja hann. En henni myndi einnig létta, hugsaði hann með sárindum. Og hann tók að kvelja hana — hann gat ekki bundið liana vi ðsig með jörlátum gjöfum, en hann vissi margt betur en hún um dularvegu mannssálarinnar — lil dæmis var honum ljóst, að stúlkan átti til afbrýðissemi. Og þetta kvöld uppgötvaði hann Elviru! Hann batt hana við sig með því að gera hana afbrýðissama út í Elviru, Elviru, sem í raun- veruleikanum var alls ekki til, heldur aðeins skáldskapur og djörf uppdiktun. Oft í viku hverri fór hann á veitingahús og kom seint heim. Með varalit á kinninni! Og á hverjum degi átti hann símtal inni í herbergi sínu, stundum mörg á dag, þar sem hann talaði hvíslandi röddu, en ekki samt 16 meira hvíslandi en það, að orð eins og „elsk- an mín“ og „EIvíra“ heyrðust vel gegnum lok- aðar dyrnar þar sem hann vissi að eiginkon- an stóð handanvið. Og hann vissi að hun hugsaði sem svo: Nei! Þessi viðurstyggileSa Elvira skal ekki taka manninn minn frá mér! Þannig hélt hann áfram þangað til augu eiginkonunnar stóðu tárvot og hún hljóp upp um hálsinn á honum dauðhrædd um að missa hann. Smám saman rændi hann hana þanmg æsku hennar og komst brátt að raun um, að hún leit ekki eins glæsilega út og hún hafði fyrst gert. Enda langaði hana ekki burt fra honum framar. Hún óttaðist nú meira sinn eigin ósigur, heldur en þá sorg sem huu myndi valda honum, ef hún segði skilið við hann. Þess vegna varð hún kyrr — og þjáðist við það, hversu seint hann kom stundum heim, og með varalit á vanga, eða kallaði Elviru „dúfuna sína“ í símanum. Hún var kyá og þjáðist í þögn; og hún var tekin að fölua til muna. Eitt ár enn, og hún var ekki ung lengur. Þetta ár rann aldrei upp. Ekki á þann hátt. allavega. Síðla kvölds hringdi síminn, þegar eiginmaðurinn var nýkominn inn úr dyrunum með varalitinn sinn undir kjálkabarðinu, hann greip tólið. Ungpíurödd, sem fegn'ð hafði skakkt númer, hvíslaði í gælutóni: „Gott kvöld, þetta er Elvíra!“ Áhrifin urðu meiri en hann þoldi — veiH hjarta hans snöggstansaði og stóð kyrrt sek- úndubroti of lengi; hann lést. Ekkjan átti bjarta daga framundan, þótt um síðir yrði. HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.