Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 18

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 18
Petta var hár og tígulegur Múlatti, með gáfulegt andlit sem lýsti óbilandi þreki. Hann tók þátt í tennisspili með áfergju og æs- ingu í svipbreytingum, eftir því sem heppnin snerist með honum eða móti. Hann var best klæddur allra þeirra, er þar voru inni. Klæði hans voru skrautleg og með sterkum litbreyt- ingum en þó fremur smekkleg. Svo leit út, sem hann væri þar fremstur maður og hefði mest peningaráðin, svo heirðuleysislega fleygði hann peningunum á borðið, þegar hann tapaði, og sópaði þeim ofan í pyngju sína, þegar hann vann.Æsing hans í spilinu átti því augljós- lega rót sína að rekja til metnaðar hans að vinna fremur en tapa. það voru ekki einasta ýmsir yfirburðir þessa velbúna Múlatta, sem vöktu eftirtekt doktors- ins, heldur einnig, þótt hann virtist taka þátt í spilinu með lífi og sál, þá tók hann engu síð- um nákvæmlega eftir öllu því, sem gerðist í kringum hann og hlustaði eftir viðræðum gest- anna. Skaut hann oft heppilegum athugasemd- um inn í samræður þeirra, er næstir honum voru, án jjess að truflast í spilinu, og stöðugt var hann viðbúinn að svara hinum mörgu spurningum, sem gestirnir öðru hvoru beindu til hans, og alltaf var gerður góður rómur að svörum hans og athugasemdum, eins og þær kæmu frá yfirboðara þeirra. Doktorinn þóttist því skilja, að Múlattinn hefði meira en lítið að segja hjá þessum lýð, sem þar var inni. Meðan hann var að snæða kvöldmatinn og sötra púnsið, fór það að rifjast upp fyrir honum, að hann mundi hafa séð þennan gjörvulega mann áður. Hann mundi ekki hvar, hvort það hefði verið á kaupstefnu í einhverju verslunarþorpi, eða hann hefði rekist á hann úti á hinum óbyggðu sléttum. það kom ekki til neinna mála, að manninn hafði hann séð, þennan tignarlega höfuðburð, þessi hvössu augu, sem alltaf voru hálflokuð af hinum Jöngu augnahárum, en eldur virtist brenna úr er þau opnuðust. Hann fann, að hann kann- aðist við hina miklu yfirburði, sem þessi mað- ur virtist hafa fram yfir alla menn, er hann hafði séð þar í landi. Múlattinn hafði líka veitt honum eftirtekt. Hann horfði á hann hvössum augum, þegar hann kom inn, og hann gaf honum við og við gætur með því augnaráði, sem doktornum fannst allt annað en þægilegt, og eigi var laust við að vekja hjá honum beyg og kvíða. þegar hann hafði matast, skundaði hann út úr húsinu, til þess að losna við athygl' Múlattans. Úti var fagurt haustveður og kyrrt. það sa í hinn stjörnuskreytta heiða himin gegnum laufkrónur trjánna, og doktorinn sökkti set niður í að hugsa um og dást að náttúrufeg' urðinni. Hann settist á gamlan trjástofn og gleymdi brátt Múlattanum og sjálfum sér. Mannamál frá húsinu vakti hann innan skamms af draumi og þegar hann leit þangað- sá hann Múlattann standa í dyrunum; l1)11 honum var svertingi, sem leit út fyrir að hann hefði verið að tala við. Múlattinn starði úl 1 myrkrið en svertinginn veik aftur inn í húsið- þótti Walter hann líkjast mjög fylgdarmanm sínum, þótt hann gæti eigi þekkt hann með vissu. Eftir litla stund munu augu Múlattans hafa vanist dimmunni, því hann gekk bema leið til Walters, nam staðar fyrir framan hann og mælti: „Eruð það þér sem athugið jurtir og gfús’ og hafið um nokkurn tíma hafst við í þessU héraði?“ þessa spurningu bar hann fram á góðfl frakknesku. Doktor Walter svaraði spurningunni játand'- og spurði, hvort hann gæti gert honum nokk urn greiða. „Og þér ætlið til föðurlands yðar, jafnskjóú og þér hafið lokið hér rannsóknum yðar- hélt Múlattinn áfram að spyrja. „það er áform mitt“, sagði Walter undf andi yfir, hvað hinn fór nærri um fyrir# anir hans. Múlattinn þagði um stund. Síðan saS®1 hann: „Hamingjusamur er hver sá, sem hverfa má aftur til heimkynna sinna“. „Víst er svo“, svaraði doktorinn þessafl skáldlegu athugasemd. H E I M I L I S B L A Ð I V 18

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.