Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 22
Alllanga leið halda svertingjarnir áfram með
þessa byrði sína, og var skógurinn sumstaðar
þéttur og rifu greinarnar stundum fangann í
andlitið. Loks sá hann bjarma bera fyrir aug-
un, og sá að komið var fram á skóglausa
sléttu, þar sem að eldar brunnu í kringum
tjöld nokkur, og var slæðingur af mönnum
kringum eldana. Þegar nær dró, sá hann að
þetta voru allt svertingjar og Múlattar.
Þegar sást frá tjöldunum til sveitarinnar er
flutti fangann, varð þar allt í uppnámi. Þessi
óþjóðalýður kom æpandi og hlaupandi til að
slást í förina með þeim er komu með fang-
ann; heyrðust þar hin ámátlegustu læti.
Hundagelt, barnagrátur, kvennaóp blandaðist
saman við fagnaðarlæti svertingjanna.
Þegar kom heim undir eitt tjaldið, heyrði
Walter hrópað með röddu, sem hann kann-
aðist við.
„Hafið þið hann?“
„Já, herra“, var svarað, og í sömu svipan
var fanganum varpað til jarðar hjá stóru báli,
svo nálægt að hitinn var þegar óþolandi, og
hann reyndi að velta sér fjær. Tryllingslegur
hlátur heyrðist kringum hann og hann sá
nokkra dökka fætur á lofti, auðsjáanlega í
því skyni að sparka honum nær bálinu. En þá
heyrði fanginn aftur þessa lágu, skerandi rödd,
sem hann hafði áður heyrt, og þá stóðu allir
hreyfingarlausir. Hann leit upp og sá þá hinn
risavaxna Melazzo standa yfir sér og stara á
sig þessum grimmu, köldu augum.
„Petró“, hrópaði Múlattinn, og ungur Indí-
ánakynblendingur, sem virtist hafa haft for-
ustu fyrir aðförinni að Þjóðverjanum, gekk
fram.
„Þetta er njósnarinn“, mælti hann, „sem
snuðrar í kringum felustað okkar, og er eng-
anveginn trúandi. Við hittum hann í kvöld,
þegar hann var að raða niður töfragrösum sín-
um. Látið hann fá verðskuldaða hegningu".
Múlattinn hneigði sig og augu hans hvíldu
stöðugt á fanganum.
„Já, það er hann“, sagði hann með ánægju-
legum róm, „það er hann, sem ætlaði að
framselja ekki aðeins mig, heldur og ykkur
alla saman, í snörur hvítu vargana. Hvað a
að gera við hann?“
Blökkumennirnir stóðu undrandi umhverfis
höfðingja sinn; fæstir þeirra höfðu heyrt talað
um þennan hættulega mann. Svo heyrðist
muldur mann frá manni, sem gaf í skyn, að
sjálfsagt væri að hengja þrjótinn þar á trja-
greinunum, eins og alla óvini þeirra, sem þc1^
gætu handsamað.
Múlattinn hneigði sig aftur, það brá fyrir
fyrirlitningarglotti á koparlituðu andliti hans.
Svo sagði hann hátt og skýrt:
„Gott og vel, hann verðskuldar dauðann.
En við verðum að taka tillit til kringumstæðn-
anna. Norðurríkjunum, verndurum svertingj-
anna, höfum vér heitið fylgi voru, og Grant
hershöfðingi, borgar höfðinglega hverjar þ®r
fréttir, er vér getum fært honum frá óvinun-
um. Þessi maður kann að vita ýmislegt sem er
áríðandi fyrir hershöfðingjann að komast að,
og því verður að hafa upp úr honum allt, sem
hann veit og okkur má að gagni koma. Af'
hendið mér hann, því ég mun hafa lag á að
fá hann til að segja allt, sem hann veit“.
Sumir virtust í fyrstu ekki alls kostar ánægð-
ir með að fresta líflátinu, en eftir litla stund
var það samþykkt í einu hljóði, enda var auð-
séð, að Múlattinn hafði eigi búist við öðru,
því hann skipaði nokkrum svertingjum að fara
með bandingjann á öruggan stað. Við hina
sagði hann, að tími væri kominn til að setjast
að kvöldverði. Kvaðst hann hafa látið opna
tunnu af rommi handa þeim og vonaði að
fólkið hressti sig á því.
Fólkið fagnaði þessum tíðindum. Tveir
svertingjar tóku Þjóðverjann aftur á axlir ser
og báru hann inn í lítið bjálkahús þar í nánd
og lokuðu hann þar inni og sneru svo aftur ttf
félaga sinna.
Þarna í einverunni hafði Þjóðverjinn gott
næði til þess að hugsa um hagi sína, þótl
hann væri illa staddur og böndin særðu hann-
Hann ímyndaði sér, að Múlattinn mundj
eigi ætla að láta lífláta sig. En ef til vill bindi
hann lífgjöfina því skilyrði, sem hann hafð>
áður heyrt, og ekki gátu verið annað e0
HEIMILISBLAÐlP
22