Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Síða 28
Viðt sem vinnum eldhússtörfin Um þetta leyti árs, í janúar, febrúar og mars er mest um heimboð, fjölskylduboð og kunningjaboð. Ýmist kaffiboð eða matarboð. Flestar íslenskar kon- ur kunna að búa til góðar kökur. En ef einhverjar langar að breyta til og bjóða góðum kunningjum í mat eða heita smárétti þá eru hér nokkrar góðar uppskriftir. Fyrst nokkrir góðir smáréttir: STEIKT SÍLD í DILDLEGI: 8—12 ný síldarflök, rúgmjöl, salt, pipar, smjör dl lögur úr matarolíu 1 dl edik E.t.v. ofurlítið vatn, salt, sykur og mikið af dild. Veltið flökunum upp úr rúgmjöli ásamt ofurlitlu af salati og pipar. Steikist ljósbrún. Leggið síldam- ar í skál og hellið samanhristum leginum yfir. Þarf að standa minnst eina klst. áður en borið er fram. STEIKT RAUÐSPRETTUFLÖK MEÐ SKELDÝRASALATI Salatið er búið til þannig að fyrst er bökuð upp sósa úr 2 msk. smjöri, 2 msk. hveiti og jöfnum hlutum af mjólk og rjóma. Sósan er kæld, og rétt fyrir notkun er hún bragðbætt með sítrónusafa, sinnepi, e.t.v. hvítlauksdufti, salti og pipar. Þeyttur rjómi er látinn saman við og kræklingur, humar og rækjur látið út í. Rauðsprettuflökin steikt á venju- legan hátt. SODIN SKINKA Soðin skinka er með því besta sem hægt er að fá. Sjóðið ca. 1 kg af skinku í 2 flöskum af epla- miði og nokkrar gulrætur með. Suðutími ca. \y2 klst. Kælið skinkuna í soðinu og dragið pöruna varlega af. Uppbökuð sósa er borin fram með skink- unni, hún er búin til úr 2—3 msk. smjöri, 2—3 msk. hveiti, ca. • 3—4 dl rjómi og svo skinkusoðið. Út í þessa sósu er látið hvítlaukssalat, tunian (ef til er), smátt söxuð piparrót, saxaður laukur og gulrótarbitar. LAMBAKÓTELETTUR Litlar lambakótelettur steiktar í smjöri á pönnu og kryddaðar með salti og pipar. Lambakótelettur eru góðar með steinseljusmjöri eða hvítlauks- smjöri. GRÆNMETISBLANDA 3 beðalstórir laukar 2— 3 paprikur, mismunandi litar ]/i kg sveppir 4—5 tómatar Olivur, smjör, olía, salt, pipar, ofurlítið edik, hvítvín, ofurlítið hveiti, steinselja. Sneiðið lauk paprikur og sveppi og brúnið aðeins í smjöri og olíu, þá er tómötum bætt út í ( hýöið tekið af) og olívur og þá er hvítvíni smám sarnan bætt út í og kryddi og hveiti sáldrað yfir í ScSn um síu. Það verður að krydda varlega og bragða vel á réttinum og að lokum er söxuð steinselja látin út í ef til er. KRÆKLINGSRÉTTUR 4—5 smálaukar 1 feitur hvítlaukur, smjör 2 msk hveiti 2 dósir kræklingur rjómi, safi úr 1 sítrónu, salt, pipar, steinselja. rifinn ostur. Fínt saxaður laukur og hvítlaukur hitaðir í smjör' án þess að brúnast, hveitið látið út í og kræklings' soð og rjómi hrært út í og úr þessu verður sósa, bragðbætt með sítrónusafa, salti og pipar. Krækhng' urinn látinn út í og látinn í smurðar, eldfastar skálar. Rifinn ostur er látinn yfir og skálamar l‘lln ar í ofn í 250° hita í ca. 10 mín. Hér er svo uppskrift að nokkrum góðum mið' dagsréttum: FÍNN FALSKUR HÉRI 2 stórar sómalundir (mórbrad) % kg fars úr sómahakki og % kg hakkað kálfa- eða nautakjöt 3— 4 marin einiber (ef hægt er að fá þau) 1 tsk. salt 1 egg 1 dl kalt kjötsoð 1 dl rjómi, ca. Ofurlítill pipar eftir smekk. 28 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.