Hjálpræðisorð - 01.02.1893, Blaðsíða 3

Hjálpræðisorð - 01.02.1893, Blaðsíða 3
11 "Lúðurinn mun gjella«. 1. Hvenœr? f>að veit Guð eÍDn! f>ann dag og tíma veit enginn fyrir, nema faðirinn einn,rog ekki englar á himnum. Matt. 24, 36. Hann veit? það, því hann hefir þegar ákveðið daginn: »Hann hefir fastsett dag, á hverjum hann ætlar að dæma heimsbygðina með rjettvísi, af manni, sem hann hefir þar til kjörið. Post.gj. 17, 31. Engum hefir hann sagt, »hvaða dag« það verður, það er leynd- ardómur hans ; hann kann að vera fjarri, eu hanu< kann líka að vera mjög nálægur. Ar kunna að líða; vjer komnir í vorar grafir; kynkvíslir komnar og farnar, áður en til hans heyrist; en það augna- blik, sem hiðurinn á að gjella, getur verið mjög' nærri, já hann kann að hljóma, meðan augu þím hvíla á þessu orði. 2. Hvernig ? Hastarlega: »í vetfaugi, í einu augnabliki, 1. Kor. 15, 52. Heimurinn verður á vanalegri ferð sinni; mennirnir kafnir vanalegum störfum«, að eta, drekka, kaupa, selja, planta og: byggja hús og giptast. Lúk. 17, 28. Matt. 24,. 38. Meðan hæst stendur á starfanum, gleðinni,. syndinni — án augnabliks fyrirvara — gjellur lúð- urinn ! 3. Hver heyrir hljóðið? Mannkynið allt, i austri, vestri, norðri og suðri; — í hverjum einasta afkyma heimsins; hversu afskektur sem hann er. f>ú heyrir það; jeg heyri það. Hinir heyrnarlausu fá allt í einu heyrn, og hinir dauðu skulu vakna í gröf sinni, við þetta hljóð. Hinir óhlýðnu og drambsömu, sem ekki hafa viljað heyra Guðs röddu; sem aldrei hafa viljað sækja hans hús;

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.