Hjálpræðisorð - 01.02.1893, Side 6
14
í'honum voru, og dauðinn og hel skiluðu aptur
þeim dauðu sem i þeim voru, og hver þeirra var
dæmdur eptir sínum verkum. Dauðanum og
helju var kastað í elddíkið; þetta elddíki er sá :
annar dauði. Og hver sem ekki fannst skrifaður
í lífsinsbók, houum var kastað í elddíkið. Opinb.
20, 11.—15.
Bn hver má afbera þann dag er hann kem-
ur? Hver fær staðizt, þá hann lætur sig sjá?
6. Hljómar lúðurinn noklcru sinni aptur? Nei!
það er hinn síðasti lúðurþytur. 1. Kor. 15, 52.
þegar hann hefir hljómað eitt sinn, þá er enginn
tími lengur, engin reynzla lengur. Náðardagur
þinn er þá útliðinn, og eilífðin liggur nú fyrir
þjer — eilíf sæla eða eilífar kvalir, himnaríki eða
helvíti. — Hver þeii’ra staða verður hlutskipti
þitt? ;
7. Hver svgir oss að pessi lúður eigi að gjella?
Guð, sem eigi kann að Ijúga. það er satt; það
er Gnðs orð. Ekkert getur breytt því, ekkert
getur haggað því. Mennirnir geta efast um það,
vefengt það, mótmælt því, skopast að því —
og — gleymt því, »en Drottins ráð stendur stöð-
ugt eilíflega«. Sálm. 33, 11. »Himin og jörð munu
forganga en mín orð muuu aldrei forganga segir
Jesús Kristur«. — »Dagur Drottins mun koma
sem þjófur á nóttu«.. 2. Pjet. 3, 10. »Lúðurinn
mun gjella«. 1. Kor. 15, 52.
8. Ert þú viðbúinn? Jeg hefi svarað hinum
öðrum spurningum, mestmegnis með Guðs orði;
en sjálfum þjer ætla jeg að svara þessari. En þá
einusinni spyr jeg þig: Ertu viðbúinn? Við því