Hjálpræðisorð - 01.02.1893, Blaðsíða 4

Hjálpræðisorð - 01.02.1893, Blaðsíða 4
12 aldrei viljað heyra hans orð, sem hafa apturlukt eyrun við vitnisburði þjóna hans, — |>eir skulu heyra. |>á verður ómögulegt, að troða í eyru sjer, eða fela sig; allir hljóta að heyra, hvort sem þeir vilja eður ekki. — Mennirnir verða önnum kafnir í vanalegum störfum; ritarinn missir pennan úr hendi * sjer; ræðumaðurinn hættir í miðju kafi; skóflan dettur úr hendi búfræðings og verkmanns, því þeir skulu heyra hljóðið, þvílíkt hljóð, sem þeir aldrei hafa áður heyrt, Guðs lúðurhljóm. jpetta ógurlega og hastarlega hljóð, heyrist liverju öðru hljóði hærra. Lúðurhljómurinn yfirgnæflr vjelahávaðann, stormhvíninn og brimhljóðið. Hljóð- ið drynur í hinni djúpu gryfju, afskektasta fanga- klefa, kjölsoginu og sigluhúninum. Hljóðið glym- nr í leikhúsinu, dansbúðinni, veitingastofunni og í hverjum kyma syndarinnar. •—, Ó!, lít náföl andlit- in, og hið skelfda augnaráð! O! hvílík hræðsla; hvílík óp, hvílík tár og bænir. Skopyrðin deyja á vörunum; blótsyrðin hálfklippast; leikarinn verð- ur sjálfum sjer líkur; söngnum hættir í hending miðri, og húrraópið þagnar allt í einu, því: lúður- inn gjellur; og sjerhvert eyra heyrir hann. 4. Hver kemur pá ? Guðs sonur ! ekki eins og hann áður kom, sem barn fætt í jötunni, held- ur í skýjum himins með veldi og dýrð mikilli. Matth. 24, 30. Sjá, hann kemur í skýjunum, og hvort auga mun sjá hann, eins þeir, sem hann gegnum stungu, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu fyrir honum skelfast; já, vissulega mun svo verða. Opinb. 1, 7. 5. Hvað kemur svo? Dómurinn og aðskiln-

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.