Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Blaðsíða 5

Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Blaðsíða 5
21 Guð vill ekki dauða syndarans, eti það ert hans vilji, að auðsýna miskunnsemi. Manasse var stórsyndari — morðingi (2. Kon. 21, 16), en hanrs. sneri sjer og fjekk því fyrirgefningu. |>úsundir drykkjumanna, blótvarga og guðleys- ingja hafa snúið sjer, fengið fyrirgefningu, og eru meðteknir í Guðs ríki. Vertu því hughraustur, skjalfandi syndari, tak sinnaskipti og trúðu því, að Guð sje fús að veita — og það þjer — sína náð, hann mun alls ekki reka þig frá sjer. Vantrúiu er sú eina synd, sem fyrirdæmir. Kom þú að eins til Jesú, sem aumur og týnd- ur syndari, þá er sáluhjálpin þín ; hún er þá viss. Lít til Jesú og þú ert hólpinn. það er ómögulegt, að þú sjert syndugri heldur en sá var, sem þessar línur ritar, og sem nú í auðmýkt gleðst við náð endnrlausnarinnar, sem lifandi vottur GuÖ3 fjrirgefandi kærleika, endur- reistur fyrir hans óendanlegu náð, til uppörfunar fyrir hvern auman syndara (já, hinn aumasta), að flýja að sömu náðaruppsprettu, Jesú Krists, Guðs lambs, dýrmæta blóði, sem hreinsar af allri synd. 5. Náð fyrir hinn fráfallna. »Verði nokkur fundinn að einhverri synd, þá leiðrjettið þjer, sem andlegir eruð, hann, með hóg- værum anda, og haf gát á sjálfum þjer, að þú. freistist ekkin (Gal. 6, 1.). Ó, hve sæll er eigi fagnaðarboðskapurinn um kærleika Krists til aumra, týndra syndumþyngdra og hegningarverðra syndara, sem í stað þess að uppljúka augum sínum í helvíti, er aptur og aptur

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.