Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 16

Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 16
14 HLJOMLISTIN. vestra. Heima hjá oss eru það aðallega |)eir síra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði og Sigfús Einarsson söngkennari,sem á síðari ár- um hafa unnið að útbreiðslu sönglistarinn- ar, eða siðan Jónas Helgason leið, og er hinn fyrnefndi (séra B.) þó svo illa settur, að honum er það næstum ómögulcgt þar sem hann er á útkjálka landsins og hefir svo mörgu öðru að gegna að »frú Musica« verður að vera lijákona hans. Á víð og dreif. Sönglistin (Músik) en ein hinna svo nefndu fögru lista; hinar eru skáldskapur og mál- aralist. Um þessar þrjár lislir hefir Bene- dikt Gröndal yngri skrifað ritgerð, sem hann nefnir: »Nokkrar greinar um skáldskap« og' er sú ritgerð prentuð aftan við fyrsta kvæða- safn hans, Iímh. 1853. Iíallar hann listir þessar hugsjónir andans, er komi fram með þrennu móti: »i myndum, hljóðum og orð- um. Augað er skoðunarmeistari myndanna. eyrað hljóðanna, en andinn orðanna«. — Elst þessara lista er sönglistin og er þó í rauninni sú yngsta, því ekki var það fyrri en seint á miðöldunum, að menn fóru ræki- lega að stunda hana og leita þess, sem í henni býr. Sönglistin er það, sem fremur öllu öðru getur hrifið huga mannsins og söngröddin er meðfædd nálega hverjum manni; og eins og menn geta skilið liver annan af orðunum, sem töluð eru, eins geta menn skilið hver annan af hljóðunum, tónunum, sem öllum eru meðfæddir eins og málið. Þessi tónaröð sem i raddfærum mannsins býr, er orðin það alheimsmál, sem allir skilja, er nokkra rækt vilja leggja við það, því um allan heim eru táknanir og áherzlur tónanna (nóturnar) nálega hin- ar sömu hvar sem er, en þar á móti táknanir orðanna mjög mismunandi. Sönglistin er æfagömul og sýna hinar nýjustu rannsóknir, að hún muni verajafn- gömul mannkyninu Irá upphafi. Eðlilega hefir hún þó verið á ófullkomnu sligi fram- an af, en ávalt farið jafnhliða mentuninni. Lengi var það álitið, að kínverska »músik- in« væri frumlegust og hafa menn fundið í kínverskum ritum, að heimspekingurinn Lyng-ly, er var við hirð Hoang-ty kína- keisara, hafi eftir skipun hans flokkað henni niður og samið söngreglur. Lyng-ly var uppi nál. 2600 árum fyrir Krists daga. Er það sagt um Lyng-ly, að hann hafi vikið frá hirðinni og farið til fylkisins Si-jung, þar sem hinn bezta bambusreir var að finna, og af þessum reir skar hann úf flaut- ur af mismunandi stærð og fann með þeim mismun lónanna og myndaði stiga þeirra. Ekki vita menn hvort það er Ling-ly, sem fann þar hina réttu állundaskipun með 12 tónum, er samsvarar vorum blandaða (krómatiska) tónstiga, en nál. 1500 árum fyrir Ivristsburð var sú tónaskipun orðin alkunn þar i landi1). Pá voru og alkunn- ar hjá þeim harðar og linar tóntegundir (dúr og moll). Það vita menn og að 5- tónasfiginn (kvintinn) eins og annarsstaðar hefir verið frumlegri hjáþeim, en állundin, því á það benda gamlir musterissöngvar þeirra, sem enn eru lil og bygðir eru á fimtarstiga, er vantar hálftóna. Hebrear voru meðal fornþjóðanna þeir, sem mest hafa slundað »músik«, enda bendir víða til þess í ritningunni, að Jieir hafi iðk- að mjög söng og hljóðfæraslátt, þólt aldrei haíi músikin hjá þeim komist á jafnhátt stig sem á dögum Davíðs konungs. Sjálf- ur var liann söngmaður mikill, filjóðfæra- meistari og ágæll skáld, svo þar fór all saman, er tilheyrði listinni. Júbal, niðji Kains, er í ritningunni talinn frumsmiður hljóðfæranna; en aðallega voru hljóðfæri Ilebrea fyrst framan af bumbur (tympan- 1) Dr. Hugo Riemann telur Tsai-Yu muni liafa fundið áttundar tónskipunina 1500 árum f. Iir.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.