Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 15
HLJÓMLISTIN.
son tengdasonur hans, verið formaður þess.
í lelagi þessu eru nú sem stendur 9 menn.
IJá er lúðrafélagið Harpa, stofnað 16. maí
1910. Aðalstofnandi þess er Hallgr. Por-
steinsson organisti og hefir hann verið for-
maður þess þangað til á síðastliðnu vori, i
mai. Síðan er þar formaður Pórliallur
Árnason frá Narfakoti í Njarðvíkum, Fé-
lagsmenn eru 10.
Þá er hið þriðja, Sumavgjöiin. Það er
lúðrafélag K. F. U. M., stofnað af 9 yngis-
sveinum fyrsta sumardag 1912. Formaður
þess er Guðbjörn Guðmundsson, en kenn-
ari félagsins er Hallgr. Porsleinsson, organ-
isti. Nú eru félagar þess 18. Lúðrafélag
þetta hefir ekki látið til sín heyra opinber-
lega enn þá.
Um lúðrafélög úl um land er oss ókunn-
ugt, þó munu þau hafa verið á ísafirði,
Akureyri, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Eyr-
arbakka, Hafnarfirði og máske víðar. —
Æskilegt væri að geta fengið skýrslur um
félög þessi og önnur söngfélög.
Hljómlistin
er ætlasl til að verði mánaðarblað og komi
út til októbermán. n. á.; verða í því myndir
islenzkra söngfræðinga öðru hvoru, og ef
til vill, lög nokkrum sinnum, en þó að
líkindum oftast útlend. Annars verður hún
aðallega sundurlausar hugsanir og greinar,
sem eiga að vera fræðandi, þó um »músik«.
Blaðið verður á stærð við »Sunnanfara«
og kostar eins og hann kr. 2,50 um árið.
Það á ekki illa við að gerð sé tilraun með
að gefa út »músikblað« nú á 100 ára af-
mæli Péturs Guðjónssonar, en fjarri fer því,
að sönglíf og söngmentun hjá oss íslend-
ingum sé svo langt á leið komin, að slíkt
blað geti þrifist eða orðið að nokkrum veru-
legum notum; til þess þurfa að vera komin
13
á fól fullkomin söngfélög, og meiri fram-
för í hljóðfæralist, en nú er enn orðin. —
Vér erum á barndómsskeiði í þessari fögru
list, sem í rauninni er fegurst allra lista og
nú orðin víðtækust i heiminum. En söng-
menn eru hér góðir og hafa ávalt verið og
i töluverðri framför er líka söngmentun öll
hjá oss, þótt hægt fari. En þeirri töf, sem
orðið hefir á framför sönglistarinnar, veld-
ur að mestu leyti efnaleysi og fjarlægð milli
þeirra, sem þó hata áhuga á henni. At-
vinnugrein hjá oss er sönglistin ekld, því
þótl organleikurum við kirkjur sé greidd
einhver þóknun, þá er hún allstaðar oflítil
til þess, að þeir geti stundað starf sitt eins
og þörf er á, og kent og æfl söngflokk
heima hjá sér. Til þess þarf reglulega söng-
mentun og góða undirbúningsskóla, og enn
er ekki lengra komið en svo, að það er
allvíða látið nægja ef organleikarar hafa
þann fimleik og' kunnáltu í nótnalestri, að
þeir geti skammlítið komisl fram úr al-
mennu sálmalagi. Hljómlræði haía fæstir
þekt til skamms tima, en all er það þó
hjá oss á framfaravegi.
Fyrir nokkrum árum þótti það nýlunda
ef menn héðan lögðu hug á að framast er-
lendis í sönglist, en nú eru margir ungir
og efnilegir íslendingar á söngskólum ytra,
bæði í Danmörku og á Þýzkalandi og sumir
orðnir fullnuma. Með þeim koma kraft-
arnir heim, ef vér þá getum tekið á móti
þeim og sýnt að vér viljum nota krafta
þeirra og kunnáttu.
Tvo ágæta söngfræðinga eigum vér, sem
um langan tíma hafa verið ytra og haft
þar góða slöðu, en lieima mundu þeir ekki
hafa getað unað við þau kjör, sem vér
hefðum getað boðið þeim. Þessir menn
eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson kennari og
tónskáld i Edinborg og Ari Johnson, sem
lengi hefir verið í Hamborg. Nefna mætti
og Jónas Pálsson, pianóleikara, er hér var
á ferð i sumar; hann er í Winnepeg og
hefir fengið góða mentun. Vonandi er að
honum takist að glæða sönglíf íslendinga