Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 5

Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 5
HLJÓMLISTIN. lendingar og að byggja orgel heima lijá sér, og höfðu þeir þau miklu stærri. Til er lj7s- ing í ljóðum eftir Volstan munk í Winchester á orgeli þvi, er Elseg biskup lét byggja árið 951, og hafði það 12 (aðrir segja 14) blást- ursbelgi, er 70 manns tróðu, og gekk vindur- inn í 400 pípur, en tveir organleikarar slóu það, og gætti hvor síns helmings tónanna á nótnaborðinu. Fyrir hvern tón voru 40 pípur, en tónarnir 10, er sellir voru eftir guidónsku tónaröðunni, en hálftóna vantaði, og voru orgelin þannig fram á 13. öld, eins og sjá má af myndum þeirra frá þeim tíma. Með byrjum 10. aldar fara orgelin aðallega að lá útbreiðslu, og þá er farið að gera klaustr- um og kirkjum að skyldu að íá sér þau. Á Þýzkalandi var orgel fyrst í Múnchen, eins og áður er gelið, en snemma komu þau einnig til Magdeborgar, Halberstadt og Erfurt. Af orgelinu fyrsta í Magdeburg er til sú lýsing, að ])að hafi liaft 16 nótur (tóna) ferkanlaðar og þrír þumlungar hver flötur, og var því nótnaborðið fullar tvær álnir á lengd. En svo að allir tónarnir gætu fengið vind, urðu belgirnir að vera þeim mun stærri, sem tón- arnir voru fleiri, og var 10 mönnum ællað að troða 20 belgi, og þurfti til þess fullhrausta menn. Ekki þektust orgelpípur þá úr öðru efni en málmi, og voru tónarnir því harla ómjúkir og skerandi. Síðar var farið að hafa pipurnar úr alabasti, pappa, glasi, gulli og silfri, — og loks var fundið upp að liafa þær úr tré, tini og blýi, og reyndust þá hljóðin betri og mýkri. Verulega umbót og full- komnun fengu orgelin ekki fyrri en á 15. öldinni, að Þjóðverji nokkur fann pedalinn 1470;1) þá voru og liálftónar fundnir nokkru áður. 1 hinu merkilega riti: Syntagma mu- sicum(1614—20)getur Michael Prátoríus þess, að orgel, sem bygl var i Brúnsvik 1456, liafi haft svo grannar nótur á nótnaborðinu, að með einni hendi hafi mátl grípa yfir áttundina. Á 17. öldinni fullkomnuðust orgelin svo 1) Dr. Ilugo Riemann i Leipzig telur liann fundinn nál. 1325. 27 - mikið, að í lok þeirrar aldar mátti heita að þau væri fullgjör. Lílið hafa menn þekt tíl orgela eða orgel- smjða hér á landi. Þó er þess getið i sögu Lafrans biskups (Bisk.s. I., bls. 866) og Ár- bókum Espólíns (Árb. L, bls. 61), að Jón biskup í Skálliolti sendi utan á fund Eilifs erkibiskups í Þrándheimi, út af Möðravalla- málunum, Arngrím prest Brandsson í Odda, og sat hann í Þrándheimi um veturinn 1327 —28 ásamt Agli presti Eyjólfssyni, er Lafrans biskup sendi af sinni liálfu í sömu erindum. Arngrímur prestur gaf sig lítt að erindum biskups, en lagði sig um veturinn eftir organ- smíði og söng hjá meistara nokkrum, og kom hann út síðan með organið. Hér er varla efi á, að átt er við orgel, þótt organ geti átl við önnur hljóðfæri á þeim tímum, og »or- ganum« var líka fleirraddaður söngur (tví- söngur) nefndur þá. Aðallega var harpan hljóðfæri það, sem hér á landi var kunnast í þá daga, og góðra hörpuslagara er einmitt getið um þessar mundir, t. d. Þorleifs presls á Reykjum í Skagafirði, sem 1327 er talinn beztur hörpuslagari liérlendis. Öll voru þau hljóðfæri, sem hér voru noluð í þá daga, einföld, og hafa því verið smíðuð heima. Ekki er það svo fyrri en um aldamótin 1800, að orgels er getið hér á landi. Það álti Magnús Slephensen konferentsráð, og minnist hann á það í Eflirmælum 18. aldar (bls. 781) og er svo að sjá, sem hann hafi fengið það þá rélt fyrir aldamólin og leikið á það við messugjörðir í Leirárkirkju, þang- að til hann flutti það með sér að Innrahólmi 1803. Eftir þvi sem er að ráða af orðum hans, hefir orgelið verið notað að eins í einni kirkju (Leirárkirkju) og þá ekki eftir að hann flutti að Hólmi. Sjálfur var Magnús söng- maður góður og lærður í söng. Organleikari var hann og sjálfur á Leirá. Um þetta fyrsta orgel landsins mun mega fá nokkuð greinilega skýrslu i landsskjala- safninu.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.