Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 9

Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 9
tlLJÓMLISTIN. 31 breiðst út talsverð söngmentun og áhugi að læra söng; söngbækur eru þar og fleiri en í öðrum kirkjusóknum sýslunnar1), og 8 bar- monía, sem ílest eru af góðri tegund: 3 sænsk, 2 frá Steenstrúp og 3 amcríkönsk. Harmoníum kirkjunnar er Stokkhólms-liar- moníum, 5 ált. 4 radd. 1, 16 fóla, 2, 8 fóta og 1, 4 fóta. Þingeyrarkirkja í Þingi. Það var skömmu eftir 1880 að orgel var keypl handa kirkjunni og var fyrstur organ- leikari þar Böðuar Þorláksson, sem áður er nefndur og bjó hann þá á Stóru-Giljá, en llutli síðar að Hofi. Eftirhann lók við Gilðjón frá Þingeyrum, sonur Jóns sál. Asgeirssonar; hafði hann numið liarmoníumspil af Böðv- ari þorlákssyni og Guðjóni frá Nautabúi í Skagaíirði og er hann þar'organleikari síðan. Söngkraftar þar í sókn eru ekki góðir og söngþekking fremur lílil, í sókninni eru 5 harmónía. Hljóðfæri kirkjunnar er London- harmoníum, 5 ált. 2 radd., 1, 8 fót. og 1, 4 fót., k.eypt af Sveinb. Sveinl)jörnsson söngfr. í Edinborg. Hjaltabakkakirkja og Blönduós. í Hjaltabakkakirkju var aldrei keypt hljóð- færi, en meðan séra Þorvaldur sál. Ásgeirs- son frá Lambastöðum var prestur þar, var um nokkur ár nolað þar harmoníum, sem liann átli og léði kirkjunni. Organleikari var þar Böðvar Þorláksson, mágur séra Þorvalds; átti liann þá heima þar og vargiftur Arndísi systur prests, er fyr hafði átt Þorsleinn Egil- sen kaupmaður í Hafnarfirði. Böðvar gegndi organleikarastörfum þar þangað til hann fór að Stóru-Giljá og lók þá við af honum Guð- jón Jónsson frá Þingeyrum, sem núerbóndi á Leysingjastöðum. Eftir að kirkjan ílutlist á Blönduós var þar lengi lánshljóðfæri og lék Guðjón á það nokkurn tíma þar, en síðan tók við af honum Hallgrímur Davíðsson, verzlunarmaður, lengdasonur P. Sæmundsens; nú er hann verzlunarstjóri á Akureyri. Hall- grímur var organleikari tvö ár, 1899—1901, en þá flutli tíöðvar Þorláksson frá Hoíi í Vatnsdal og sellist að á Blönduósi og lók þá við organleikarastörfum af honum og liefir gegnt þeim síðan. í kirkjuna var fyrst keypt Iiljóðfæri 1908; það er Stokkhólms-harmoní- um, Þ/í ált. og IV* rödd. Söngþekking í sókninni ulan Blönduós er fremur lítil. A Blönduósi er að eins einn maður, annar en Böðvar, sem nokkurnveginn ábyggilega þekk- ingu hefir í söng. Það er Jón Jónsson læknir, en þau bjón eru bæði söngvin vel. Kona Jóns er Sigríður Arnljótsdóltir frá Sauða- nesi, annáluð fyrir raddfegurð; hjá þeirn er og meira af söngbókum, einkum dönskum og enskum, en víðast annarstaðar. Á Blöndu- ósi eru 5 harmonía, og munu ekki íleiri vera til í sókninni. Aldarafmælis Péturs Guðjohnsen’s var minst á Húsavík 29. növember 1912. Minningin fór fram í Húsavíkurkirkju og var Ti 1 högunarskráin þannig: I. Söngur: a. P. Guðj. Þér þakkir gjörum. — Þríraddað. b. P. Guðj. Lolið Guð. — Fjórradd. II. Lesin æfisaga Péturs Guðjohnsens eftir séra Einar Jónsson. III. Söngur: a. Beelhowen. Lofgjörð. b. Sv. Sveinbj. Ó, Guð vors lands. e. Schulz. Guð liæst í liæð. 1) Á Eyólfsstööum jhjá Þorsteini Konráðssyni cru nú nál. 240 bindi af alls konar söngbókum.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.