Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 3

Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 3
Orgel og harmoníiim. Það sem bezt heíir stutt að útbreiðslu söng- listarinnar erlendis, eru góð og fnllkomin hljóðfæri; sarna regla hefir og sýnt sig gild- andi hjá oss. Um miðbik aldarinnar sem leið, fóru efnaðir menn að úlvega sér »píanó«, og urðu þau nokkuð almenn í kaupstöðum, og lærðu sumir að leikaáþau nokkurn vegin sæmilega, en þau voru svo dýr, að efnalitlir menn gálu ekki eignasl þau, og upp í sveitir var ómögulegt að flytja þau. í kringum 1870 koma orgel-harmonía bér lil sögunnar. Að vísu voru þau nokkuð dýr í fyrstu, en þó munaði miklu í verði á þeim og píanó, og eklci leið á löngu að þau yrðu svo ódýr, að margir gálu lceypt þau og flult upp til.sveita. Nú eru þessi liljóðfæri orðin almennust allra liljóðfæra hér á landi, og má vísl mikið þakka þeim útbreiðslu sönglistarinnar hjá oss. Þessi bljóðfæri bafa líkt byggingarlag og orgel, en miklu eru þan einfaldari. Harmoníum eru fyrst fundin upp í París 1840, og er frumsmiður þeirra Alexandre Francois Debain (f. 1809, d. 8. des. 1877), nafnkendur liljóðfærasmiður. Mikla umbót fengu þau þó 20 árurn síðar, þegar Mason & Hamlin verksmiðjan í líoslon i Ameríku fór að senda þau út árið 1860, og böfðu orgelsmiðir verksmiðju þeirra lært iðn sína hjá Debain í París. Þessi liljóðfæri eru amerikönsku orgelin, sem nú eru talin bezt og fullkomnust harmoníanna og seld um allan heim. Af því að þessi hljóðfæri, sem eru náskyld orgelinu, eru orðin svo alkunn liér á landi og notuð víða í kirkjum og beimaliúsum, má ælla að sumum þyki ekki ófróðlegt að heyra ágrip af sögu orgelsins, sem hér fer á eftir, þó stutt sé. Orgelin eru gömul liljóðíæri, og voru þau kunn orðin löngn fyrir Krists bnrð, þóll mjög væru þau ófullkomin lengi fram eftir öldum. Nafnið er myndað af gríska orðinu organon, sem eiginlega þýðir ekki annað en »verk« eða »verkfæii«, sem nolað er við bandiðn; síðar festist orð þetta við öll strengja- og blásturs- hljóðfæri, og á 4. öld (e. kr.) nefnir Hiero- nymus öll þesskonar bljóðfæii »organa«. Loks varð það nafn liins kraflmesla alira liljóð- færanna, orgelsins. Lengi liafa orgelin verið að skapast í það lag og þann búning, sem þau nú liafa, og hefir mannsandinn um marg- ar aldir með óþreytandi kappi unnið að því. Hinn fyrsti vísir til orgelsins er »flautan«, sem var aðalbljóðfæri fornþjóðanna, og var liún oft af liagleik gjör. Hana notuðu Ind- verjar, Kínverjar, Persar, Medear, Grikkir og Hebrear. Fullkomnust allra þeirra bljóðfæra var Panpípan (fislula Panis), sein var sam- sett af 7—9 pipurn mismunandi að lengd, og var það trú manna, að skógar- og hjarð- gnðinn Pan hefði fyrstnr fundið liana. Pan- pípan þótli vera eitt bið bezla hljóðfæri í

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.