Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 6

Hljómlistin - 01.01.1913, Blaðsíða 6
28 HLJOMLISTIN. Hljóðfæri og söngur í kirkjum. Vm hljóðfæri og söng í kirkjum Húnvetn- inga, milli Hrúlafjarðarár og Blöndu, hefir Þorsleinn Konráðsson, organleikari á Eyólfs- slöðum i Valnsdal, sent »Hljómlistinni« all- greinilegl yíirlit. Nú um nokkurn líma hefir hann skráð hjá sér annál yíir það markverð- asta sem við helir borið þar í sýslunni á seinni árum, og er það, sem hér fer á eflir afrit úr þessu rili hans bls. 202—210. Ef einhverjir kunna þar skýrar frá að segja, verðui' það leiðrélt síðar. Staðarkirkja í Hrútafirði. Það mun hafa verið kringum 1875, að tekinn var uup nýi kirkjusöngurinn þar í sóknínni. A þeim árum ilutli Theodór sál. Ólafsson1) frá Mel og fór að stunda verzlun- arstörf á Borðeyri og varð hann síðan verzl- unarstjóri þar; hann andaðist í Júní 1906. Theódór var söngmaður mikill og varð hann brátt forsöngvari í Staðarkirkju og jafnframt á Preslbakka. Þorvaldur bróðir hans bjó þar frammi í Hrútafirðinum2) og álti hann harmoníum eitt lílið, sem hann léði kirkjunni, og var það llult þangað; þannig slóðu sakir um mörg ár. í kringum 1885 lagðist orgel- spil niður í kirjunui um mörg ár og var þar þá forsöngvari Gísli Jónsson bóndi á Fossi. Nál'ægt 1900 mun þó hljóðíæri hafa verið fengið í kirkjuna og var organisti þar nokk- ur ár Sleján Ólajsson, Jireppstjóri á Branda- gili, bróðir Theódórs á Borðeyri. Kring um 1905 mun Stefán hafa hælt organleikaraslörf- um, og máske að nokkru leyti vegna laun- anna, er að eins voru 30 kr. um árið, enda llutti hann og skömmu síðar lil ísafjaiðar 1) Theódór og þeir hræður hans, seni hér verða nefndir, voru synir séra Ólafs sál. Fálssonar, er flutti frá dömkirkjubrauðinu í Réykjavik norður að Melstað uiu vorið 1871 og andaðist par 1870. 2) Fyrst hjó Porvaldur að Reykjum og síðar að Fögrubrekku, en nú býr liann á Þóroddsstöðum, cignarjörð sinni. og er hann þar nú bjá sonum sínum. Eftir hann varð organleikari í Staðarkirkju Þór- oddur Lýðsson á Oddsstöðum, sem lært hafði hjá Stefáni fyrst og síðan nokkuð hjá Brynj- ólfi Þorlákssyni i Reykjavík. Söngkraflar munu vera fremur litlir þar í sókn og þekk- ing fólks í sönglegum fræðum fremur á lágu stigi. í sókninni munu nú vera þrjú har- mónía. Melstaðarkirkja í Miðfirði. Fyrsta orgelharmoníum, sem koin í kirkju í Húnavatnssýslu er það, sem þangað kom 1872. Þá var séra Ólafur sál. Pálsson ný- kominn að brauðinu og var Theódór sonur hans fyrsti organleikari þar. En þegar hann Ilutli til Borðeyrar, tók við organleikaraslörf- um eftir hann Sigurður Magnússon, sonur séra Magnúsar Sigurðssonar á Gilshakka og Guð- rúuar Pélursdóltir frá Miðhópi. Hann lærði orgelspil hjá Jónasi Helgasyni í Beykjavík og kostaði söfnuður Melstaðarsóknar nám hans. Hann var mörg ár organleikari og barnakennari þar í sókninni. Spilaði hann mikið á harmoniku. Annars skrifaði hann mikið af lögum og jafnvel heilar bækur. Tvær af bókum þessum veit eg að til eru enn; aðra á Jónas Jónsson þinghúsvörður í Reykja- vík1), en hin er í eign þess er þelta ritar. Þegar Sigurðnr hætti þar organleikarastörf- um fór hann héðan af landi burl til Ame- ríku og tók þá við um eitt ár Siefán nokk- ur, að mig minnir, Slefánsson, norðan úr Fijólum; hafði hann eillhvað numið í har- moníumspili af sjálfum sér, — gat að eins lekið 3 raddir. Eflir hann tók við Björn Líndal, sonur Jóhanncsar bónda á Útibleiks- stöðum. Hafði hann numið harmoníumspil af Jónasi Helgasyni og var svo nokkur ár organleikari á Mel þar til hann fór að slunda 1) Handrit það sem höf. ncf'nir hér, er í 8 bl. hroti, 198 hls., en óskrifuð í þvi 3 hlöð. Pað er skrifað 1888 og í því öll sálmalög úr nýum ísl. söngbókum, er pá voru komnar út ogvíðasaman- hurður á lögunum og mörg nokkuð hækkuð. — Kverið er ritað með mikilli vandvirkni. Ritstj,

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.