Heimir - 01.02.1906, Page 8

Heimir - 01.02.1906, Page 8
32 II E I M I R alla hluti og leita fyrir oss, þá er enginn betri leiöarvísir til né guðdómlegri og sannleikanum nær, en hin innri rödd, sent tal- ar í sálum vorum og gjörir greinarmun fyrir oss á góöu og illuT réttu og röngu. — Engin fullkomnari leiöarvísir til en sá. Þaö breytir skoðun vorri á guöi aö þessu leyti, aö fyrst þessar tilraunir hafa heppnast eins vel og reynd hefir á oröiö, þá hljóta þær í alla staöi að vera samkvæmar hans réttlætislög- máli og vilja, annars fengi þær ekki staðist, en ynni oss beint tjón, eins og alt sem stríöir á móti náttúrunnar lögum. En þá hlýtur þaö líka aö vera aö guö æskir ekki eftir vorri niöur- lægingu, heldur upphafning. Ilann æskir ekki eftir aö taka á móti oss sem Nebukadnezzurum, meö fjaðrir á höföi og bítandi gras, heldur sem mönnum uppréttum. er fáum litiö svo langt, aö vér getum horft í hinar hæstu hæöir og gripið þaöan þá hug- sjón, sem vér viljum keppa aö og lifa eftir. Sem mönnum er eiga karakter, séu menn, hvorki Lazarusar í faömi Abrahams eöa maurapúkar í helvíti, eða líkþráir ölmusu beiöendtir, eöa blindir eöa haltir eöa vanaöir, eöa volaðir. Lærum aö hjálpa hver öörum, lærum aö komast áfram, lærum aö þekkja, lær- um aö foröast alt þaö, er eyðileggur sál eöa líkama, þaö virð- ist vera hans bending til vor, enda er þaö, þaö sem vor innri rödd er jafnan aö brýna fyrir oss. En frá þeim guöi, sem þannig er getum vér búist viö, aö hann láti sér jafn ant um heiminn nú eins og nokkru sinni áöur, um þá sem nú lifa, eins og þá sem lifðu fyrir þúsundum ára síöan, um allar þjóöir eins og eina. En þá erum vér komnir aö einu því atriði, er trú vor byggir á,—því nefnilega, að guö láti sér jafn ant um heim- inn á 20. öld e. K. eins og á 20. öld f. K. Og vér erum knúö til þessa stóra megin atriöis af vorri eigin samvizku, og sönn- unum þeim sem þegar eru fengnar á því samvizkuboöi, meö því sem menn hafa gjört og eru aö gjöra. Og þær sannanir eru sannanir frá reynslunni teknar og því íalla staði áreiðan- legar og vissar. Þaö er nefnd vísindaleg sönnun, niöurstaöa sú, sem fæst meö ítrekuðum tilraunum á ýmsa vegu, er útskýrir eitthvert sérstakt lögmál. Þaö má því heita vísindalega sannað, aö

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.