Heimir - 01.02.1906, Blaðsíða 9

Heimir - 01.02.1906, Blaðsíða 9
H E I M I R 33 sæluþrá mannanna er aö fullu og öllu samhljóöa vilja og til- gangi hins eilífa og almáttuga lífsins logmáls, er hreyfir al- heiminn ómælilega, og aö vér öil erum jafnmikil óskabörn fööur vors og nokkrir menn hafa nokkru sinni veriö. Þaö þykir sumum ómögulegt aö draga nokkrar trúarleg- ar ályktanir út úr hinu daglega og hversdagslega. En þó er þaö einmitt'þaö, sem sannar þaö sem sannanlegt er, en ekki þaö sem engir hafa reynt eöa nokkru sinni lifaö. Þeir sem séö hafa aldinagarö, þykir þaö ekki stórmerki- legur viöburöur aö sjá epli falla af liminu til jaröar. En ein- mitt þaö lítilsveröa atriöi var þó þaö sem leiddi til upp- götvunar og sönnunar á einum þeim mikilvægasta sannleika, er umskapaö hefir öll stjörnuvísindin. Um ómuna aldir voru epli og hnetur og aörir trjáávextir aö falla, um allar árstíöir um ár og aldir víösvegar um heiminn. Og altaf voru þau aö segja mönnunum til, en þeir skildu ekki langa lengi, langa lengi, uns loks aö einn mannanna sona komst eftir því. —þyngdarlögmáliö—og síöan hefir þaö orö oröiö algengt orð á öllum tungumálum heimsins. Hiö sanna er, þaö kcmur fáum til hugar þegar þeir fara um farin veg og sjá láreist vegglítiö hús blasa viö fram meö veginum, afskekt og eitt. Hvaöa hús er þaö? Þaö er skóla- hús. Eöa þá á öörum staö, hátt hús meö mörgum gluggum, mörgum skotum og krókum—sjúkrahús. Eöa þá enn eitt, þkr sem ótal smábörn eru aö leikjum, en varla sést maður. — Munaöarleysingjahæli og svo mætti ótal telja, — að öll þessi hús sönnuöu eitt mikilsvert trúaratriöi, aö hiö góöa er eilíft lögmál, virkilegt og satt,— ef ekki svo, væri þau ekki ti!— að guö lætur sér eins ant um mennina í dag eins og í gær, og á morgun eins og í dag. Aö þau sanni þetta þykir sumum ótrfi- legt, en þó er þaö. Og þar sem ég sé skólahús, hefi ég eina hina sterkustu sönnun hins mesta megin atriöis hinnar unitarisku trúar. Sá sem þar þjónar samvizkusamlega og vel er hinn þarfasti þjónn jíeirrar skoðunar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.