Heimir - 01.12.1906, Qupperneq 2
H EI M I R
170
Engin hugmynd á nú hrós,
Alt skai vera þekking.
Okkar fyrsta andans ljós
Er nú kallaö blekking.
Fánýt tungan, fokstrá Ijóð.
Fossa úrelt hljóðin.
Nú er alt á nýjan móð
Nurlað í hagnaðs sjóðinn.
Himinbliki’ unr hafsins tjöld
Hygg eg flestir gleymi;
Fjöllin þykja klúr og köld
Ivveifum vest’r í heiini.
Hefir oröið helzt til seimi
Helgra guða máttur,
Þjóðernisins einn og einn
Er að bresta þáttur.
Kristinn Stefánsson.
—............. 4^"
Nokkrir fornmenn.
Uin leið og Heimir keinur fannbarinn og frostbólginn að
húsum vina sinna og lesenda nú um þessi Jól, hefir hann með-
ferðar rnyndir af nokkrum Islendingum, er hann hyggur að
flesta muni f)'sa að sjá. Því víðast hvar um bygöir Islendinga
hvar, sem maður fer, heyrir rnaður nafns þeirra getið, og flest-
ir kunna eitthvað frá þeirn að segja, þótt ekki hafi þeir inenn-
ina séð né haft persónulega kynni af þeirn. En það er bæði, að
lítið hefir verið um Islendingana skrifað hér vestra og starf
þeirra og nýlendulíf, enda hefir þessara manna sjaldan verið
rninnst sem verSugt vœri í þeim skrifum. Hvað til þess ber, er
ekki auðráðið, en þó inun það eiga stóran þátt í þögninni skoð-
anir þeirra á ýmsum félagsmálum voíum. Það er sorglega
satt, þótt vér Islendingar unnum manna mest réttlæti og sann-
sögli,—því sá var eitt sinn kosturinn beztur meðal þjóðar vorr-
ar, að segja hverja sögu eins og hún gekk—og þótt vér iifurn í,
að nafninu til, frjálsu landi, þá ber það ekki ósjaldan við, að
menn eru látnir gjalda skoðana sinna þegar til frásagna kernur,
eða þeir eru litnir öfugu auga.
Það er létt sök að grafa aldraða íslendinga hér í Ameríku.