Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 14
182
H EI M I R
lagöist svo flatur, seildist í fyrstu steinydduna, hélt þar dauða-
haldi og skreiö svo áfram. Þannig dró hann sig áfram af einni
steinyddu á a5ra, og marinn og meiddur og hálfdauöur af kulda
koinst hann svo yfir hraunröndina. Skömmu síöar stóö hann
svo á hæstu fjallröndinni, setti hönd fyrir augu og horföi ýrnist
austur eöa vestur. Þá sá hann og fann aö ekki var til einskis
barist, sá aö vonin haföi á réttu máli aö standa, en kvíöinn á
röngu. Þrautirnar voru allar vfirbugaöar, eöa því sem næst.
Fjöll voru aö vísu austurundan, en í samanburöi viö þau sein
hann haföi verið aö klifra yfir, voru þaö bara lágir hálsar skógi
vaxnir, en íðgrænar grundir í breiöum og fögrum dölum milli
næöanna. Upp frá þessu hallaöi virkilega undan fæti. Og að
lyktum laust fyrir sólsetur haföi hann náö takmarkinu, því tak-
inarki, að líta meö eigin augum héraöiö mikla, sem hann svo
oft hafði heyrt talaö um, en sem enginn vissi hvar var. Hann
var kominn á heiðarbrúnina austustu, og ekki eftir nema lítill
spölur niöur aflíöandi brekkur, þangaö til víöir vellir tóku viö,
ineð angandi blómuin og silfurskærum lækjum. Sigurinn var
fenginn. Hann var sæll í þeirri meövitund, aö hvorki hættur
né þrautir höföu hamlaö honum frá aö líta þetta dýrölega land
framundan. Þar settist hann niður og naut unaöar meöan
hann hvíldist. Og þegar geislastafir kvöldsólarinnar voru aö
hverfa á bak viö fjöllin í vestri, þá reis hann öruggur á fætur
og gekk niður seinustu heiðarbrekkuna.
Þaö var enn komið kvöíd og hálfrökkvað þegar göngumaö-
urinn nam staöar viö útjaöar móðunnar, er áður hafði hann
séö af heiöarbrúninni. Og þaö var virkileg móöa, og þétt,
eins og gufukúfur gysi þar hátt í loft. Haföi hann ekki vit-
aö hverju þaö sætti, en sá nú aö hún grúfði yfir fljóti miklu
og strauinhægu, og svo breiöu, aö hvergi glóröi í bakkana
hinsvegar gegnum móðuna.
Mannmargt var á fljótsbakkanum og bátar margir voru
þar af ýmsri stærö og meö ýmsu lagi. Voru þetta ferjumenn
ineð báta sína. Surnir bátarnir stóöu hálfir uppi á bakkanum,
en suinir voru aö fara frá landi, fermdir farþegjum. Og nú
fyrst tók göngumaðurinn eftir því, aö fjöldi fólks streyindi á