Heimir - 01.12.1906, Síða 12

Heimir - 01.12.1906, Síða 12
anir voru þar á víxl straumharöar ár, gil og gljúfur, klettar og klungur. A einn veg eöa annan yíirbugaöi þó göngumaðurinn allar þessar þiautir og að lyktum var hann kominn svo hátt í hlíð, svo nærri hæstu fjallsbrúninni, aö hann fór aö hrósa happi j'lir fengnum sigri. En í söiiiu svipan bar hann fyrir klapparhyrnu og sá þá að þar gekk frain snarbrött fönn niður frá jökl unuin hiö efra og fram á og framyiir einstigiö á gilbarm- inum, sem hann var aö klöngrast yfir. Fönnin var svo hörö. að fótur hans inarkaði hvergi á, og svo hál, aö fót festi ekki á. Hann haföi ekki broddstaf og því síöur öxi til aö höggva spor í hjarnið. Hvað var til ráða? Snúa aftur og leita fvrir sér ann- arstaðar? Reynandi var það, ef nauðsyn kreíöi, en víst haföi þessi leiðin sýnst álitlegust, er hann nálgaðist fjöllin. Vindur mikill og sívaxandi stóö niður af fjallshryggnum og hagiélja- gusur gengu þar yfir hann öðru hvoru. Hann var örmagna af þreytu, sveittur af göngunni, en þó undireins svo kalt, að hon- um lá viö að skjálfa. Sól var látt á vesturloftinu og því skamt að bíða næturinnar. Það var vænlegast þá aö bíöa morguns. Hvarflaði þá göngumaðuiinn niöur íyrir klapparhyrnuna aftur í þeim tilgangi, aö ieita eftir skýli fyrir stoiminum niður meö gilinu. Tók hann þá eftir því, að skúti nokkur gekk innundir klöppina vestanverða, örfá fótmál' út frá slóð haris. Þar var fundið skýlið fyrir storminum og þangað skreið hann inn, en hvaö? Þar voru þá bein,—inannabein! Skinin beinagrind lá þar í skútanum og augnatóftirnar tómar störðu þarna á móti honum. Það fór hrollur um göngumanninn, en hvað var að óttast? Ekki þessi vesölu bein, sannarlega. Þau voru bara vottur þess, að hér hefði einhver farið á undan, en skort þrek til að koinast lengra. En þar var líka fleira í skútanum, Þar var dálítil hrúga af smásteinum,—hafði verið hrófaö upp í lík- ingu við vörðu, og út úr hrúgunni stóð samanbrotið pappírs- blað. Af forvitni tók göngumaðurinn blaöið, rétti þaö úr brot- unum og las þessi orð: „Snúðu aftur, niaður, snúðu aftur. Heim aftur í dalfeðranna. þar cr gott að vera. Hér rikir von- lcysiðog dauðinn. Snúðu aftur!" Hver hafði skrifað þessi örvæntingarorð? Hafði hann gert

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.