Heimir - 01.12.1906, Qupperneq 17
H E I M I R
185
Skyrtusöngur.
eftir
THOMAS HOOD.
Meö þróttvana, þreytta hönd,
meö þrútin augu og rauö,
svo töturleg kona viö sauma sat,
aö siðmenning öll virtist dauö.
Spor ! spor ! spor !
viö sparnaö, hungur og þröng
meö röddu, sem vitnaöi’ um reynslu og sorg
hún raulaði „skyrtusöng".
„Strit ! strit ! strit !
fyr en stígur dagur úr sæ,
og strit ! strit ! strit !
fyr en stjörnur tindra’ yfir bæ !
Ó, hvaö er þaö verra’ aö heita þræll
þars Hundtyrkja klóin sterk
þig fjötrar, og konunni synjar um sál,
ef svona’ eru kristinna verk?
Strit ! strit ! strit !
unz stjórn er ei heilanum veitt;
strit ! strit ! strit !
unz starblint er augað og þreytt.
Saum og spjald og spöng,
spöng og auka og saurn,
yfir tölunum fell eg í fasta svefn
og festi þær á í draum.
Þér menn ! — ó, menn. sem ást
gaf móöir, systir, víf !
ó, það er ei línið, sem þér vinniö slit,
nei, þaö eru mannleg líf !