Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 24

Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 24
192 Ii E I M I R sjálfra þcirra. En reynslusviö þeirra er í samanburöi viö mann- lífiö eins og gæsatjörn í samanburöi við úthafiö. Við megum því ekki halda, aö við öölumst neinn vísdóm irieð því aö gleypa í okknr bækur. Til þess að skilja og eig'n- ast það brot af vísdómi, sem í bókinni er fólgið, þarf maður að hafa margt til brunns að bera. Hins vegar veröur þó að játa þaö, aö bækurnar hafa kosti fram yfir mennina. Þær koma hugsununum í hreyfingu, en það gera mennirn- ir sjaldan. Þær þegja, ef þær eru ekki spuröar; mennirnir eru sjaidan svo varkárir. Er þaö ekki venjulegt, að menn ko na heim til okkar, sem eru okkur til óþæginda og leiðinda? I vinnustofu minni standa 7—8000 bækur, sem eru mér aldrei til óþæginda, en oft til ánægju. Þær eru sjaldan svo inníhaldslausar, sem mennirnir, sem stundum má segja um sem Goethe sagði: „Væru það bækur, þá vildi eg ekki lesa þær". Ef menn vilja leyfa mér að segja blátt áfram, þá eigum viö að lesa til þess að bæta við okkar eigin reynslu annara manna reynslu.sem okkur eru fremri að þekkingu. Við eigum að lesa af því, aö við fáum þá í vísindunum starf og rannsóknir heilla alda þjappað saman og í hreinsaðri mynd, og í hinum rituðu listaverkum er okkur sýnd einkennileg fegurö og menn, er elska hið fagra, sem við getum ekki lært að þekkja á annan hátt Lesturinn getur ve:tt okkur skarpari greind og gert okkur hæf> legri að veita því móttöku, sem mest er í varið. Og þó lesturinn veiti okkur ekkert annaö en saklausa dægra- stytting, er það líka mikils vert í leiöindum daglega lífsins og eftir tilbre/tingarlausa áreynslu. Eintómur skemtilestur er heldur ekki metandi aö engu—ef hann skemtir. Nú mun margur segja: „Við eigum að lesa til þess aðverða betri menn" og benda síðan á þær bækur, sem brýna þaö fyrir mönnum, fremur en á aðrar bækur. Menn halda því fram að bókmentirnar eigi að vera siðbætandi. Eg neita því ekki, að lestur geti betrað menn, en þaö er mest undir því komið,hvern-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.