Heimir - 01.12.1906, Side 27

Heimir - 01.12.1906, Side 27
H E 1 M I R 195 fööurlandssvikari. Ahnenningur heldur aö hann hafi ort sálma sem hann á ekki einn staf í og lesarinn skilur ekki helminginn af.— Þetta sannar ljósast, hvernig lestur þessara rita villir hugsunarhátt manna. En veröi ekki þessi bók álitin góö lesningöllum jafnt, hvaö ætti þá aö segja um hin fornaldarritin? A fiestum efnuöum heimilum eru „klassisku" ritin, sem kölluö eru, höfö í bóka- skápnum. En þau eru þar reyndar rriest til prýöis, eru sjaldan eöa aldrei lesin, og menn hafa litla skemtun af aö líta í þau, af því það er aö eins af hendingu, ef menn skilja þau. Þessir fornu höfundar hafa ritaö fyrir hinar fyrri kynslóöir og er því venjulega ýmislegt í ritum þeirra, sem hin upprennandi kynslóö skilur ekki. Hún á aö byrja á því aö lesa þær bækur sem rit- aöar eru handa þeirri kynslóö, sem nú lifir. Þær skilur æsku- lýöurinn til hlítar, og síöan ervegurinn greiöari til hinna miklu rithöfunda fornaldarinnar. Klassísku ritin í bókaskápnum eru oft merki um ósjálfstæöi eigandans. Hann hefir tekiö þaö eft- ir öðrunr, aö fá sér þessi rit, sem honum sjálfum þykir ekkert í varið. Miölungsmönnum er venjulega illa viö allar nýjar hugsanir og nýja háttu. Meiri hluti manna stendur jafnan öndveröur snildarmönnunum meöan þeir eru á lífi—nema þeir veröi mjög gamlir. Menn skyldu ekki undrast þaö, aö þeir lifa og deyja án þess þeir sé viöurkendir; hitt gegnir meiri furöu, aö menn viö- urkenna þá stundum.—Þetta kemur af þeim sigurkrafti, sem fólginn er í því sem ber af ööru. Hiö góða ryður sér ætíö til rúms í miölungsmúgnum. Mest er þó undir því komiö, aö fá- einir menn, sem þekkingu hafa eöa listasmekk, kveöi hástöfum lof góðra bóka og listaverka, svo aö oddborgaraskapurinn fælist fyrst og verði hræddur viö, aö honum veröi brugöiö um heimsku, ef hann heldur áfram háöi sínu eöa fyrirlitningu, og síöan dáleiöi brautryöjendurnir þorrann, sem loks fer aö halda, aö þaö sem gott er sé gott, venjast viö þaö og þykja þaö aö lokum í raun og veru gott. Þaö er auðvitað rétt, aö menn reyni aö velja sér sameigin-

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.