Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 28

Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 28
196 H EI M I R legan og fastan mentunargrundvöll, aö menn fái börnunum í hendur ævintýri Róbinson, Odysseifskviöu, láti drengi efa stúlkur lesa Walter Scott, láti unglinga lesa Falstaff og Don Quijot (kikott), unga menn kynna sér þaö sem þeim er aögengi- legt af Shakespeare og Goethe. Þaö væri líka óeölilegt, aö ala svo upp unglingana, aö þeir þektu ekki beztu rithöfunda á móðurmáli sínu. Danskur unglingur, sem ekki þekkir „Jeppe paa Bjerget" og „Erasmus Montanus", veröur utan við menn- ingarsviö landsmanna sinna. En þaö er mark um ósérleik, aö svo fáir hafa eftirlæti á einstökum höfundum eöa bókum, sein þeiin þykir s.'rstaklega vænt uin og ekki eru á hinni beinu alfaraleiö bókmentanna. Þó kernur þaö stundum fyrir. Nú er t. d. ekki lengur lesið neitt eftir enska höíundinn Gibbon. Þó þekki eg þýzkt skáld og málara, sem sífelt les rit hans um hrun Rómaveldis með un- aöi. Víðsýni Gibbons, frjálsleiki í hugsuninni og óvenjuleg leikni í frásögninni veitir ritum hans ævarandi gildi, og þessi lesandi hans liefir þar fundið þann sögumeistara, sem kennir honurn mest, sem honum geðjast aö öllu leyti bezt að. I Danmörku hefir Kristján Zahrtmann málari lesiö bók Leónóru Kristínar [dóttur Kristjáns fjórða], „Jammersminde", svo innilega, hvað eftir annað og mörgurn árurn saman, aö bókin er orðin lifandi í honum og hefir getið af sér langa runu aí góðurn og frumlegum málverkum. Vcr eiguin að lesa af- bragösbækur eins og hann helir lesið þá bók. Því er miöur, aö frumleiki og sérleiki er svo fátíður hjá oss. Menn munu spyrja, hvernig eg fari aö því aö finna þær bækum, sem rnér líka. Þaö er æfinlega vandi. Eg veit ekk- ert örugt ráð til þess freinur cn til þess, að finna þá menn, sem vcr höfum glebi og únægju af að þekkja. En hægt er að vara viö þeinr leiðum, sem ekki stefna að takmarkinu, eða fara í kringum það. Surnir menn halda, að þeir þurfi ekki sjálfir að lesa bak- urnar, þeirn si nóg að vita á annan hátt það sem í þeim stend- ur. Menn vilja helzt hafa yfirsýn yfir alt, og halda að þeir verði fróöastir, ef þeir geta ginið yfir sem mestr ; þeir fá sér því bæk-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.