Heimir - 01.12.1906, Page 29

Heimir - 01.12.1906, Page 29
H E I M I R 197 ur, sem byrja á sköpun heitnsins, og enda á vorum dögum, heitnsbókmentasögur, sem kallaðar eru, Meiin ættu aö lesa þess konar bækur varlega. Enginn ein- stakur maöur er fær um aö skrifa þær, og eins og þær eru skrif- aðar er hættara viö aö þær heimski menn cn fræði. Höfundur slíkrar bókar talar um bækur á fimtíu tungum, og þekkir þó aö eins fáar af þeim. I3ó hann heföi byrjað að lesa í móöurlífi og aldrei lifaö eins og maður, aldrei sofiö, aldrei etiö eöa drukk- sð, en aö eins lesiö þangaö til bann gaf út bókina, beföi hann ekki fengið tíma til aö lesa meira en lítinn hluta af þeim bók- um, sem hann talar um og dæmir um. Hann þekkir þaö því sjálfur utjög ófullkoinlega, sem Jiann vill kenna öörum aö þekkja, og íræöslan hlýtur að fara eftir því. Bók sem á að leiðbeina, verður annaöhvort aö hljóöa um eitt einstakt land, eöa ákveöiö, stutt tímabil. Því styttra sem tímabilið er, því betri er hún venjulega. Þó efnið sé lítið fyrirferöar, þarf ekki bókin aö vera lítilsvirði fyrir því. Þaö setn er mikils vert og víðtækt, kemur ekki fram meö því aö menn gíni yfir afarmiklu efni, heldur er þaö komiö und- ir því aö meistaralega sé fariö meö elnið, undir víösýni höfund- arins. Hiö óendanlega er ekki ógurlega mikið, en þaö kemur fram viö líkingalega meðferö hins einstaka. Náttúrufraðingur- inn getur farið svo meö skordýriö, aö þaö gefi mönnum skiln- ing á alheiminum. A þann hátt fer afbragörithöfundur ætíö líkingalega meö efni sitt. Þótt hann riti u.n stutt tímabil, eöa einstakan mann, Iætur hann koma í ljós þau lög, sem ráöa allri frainleiöslu og andlegu starfi, meö því, hvernig hann sýnir efniö, skýrir efnið og dæmir efniö. Varist því hiö mikla útsýni eða yfirlit ! Fáið yður í staö- inn „Viðtalsbók" (Konverssationsleksikon). Leksikonin eru ekki persónuleg. Þau eiga ekki aö hafa aö geyma annað en fróöleik, áreiöanlegar upplýsingar um menn og verk þeirra. Nú á dögum hafa menn einskonar hjátrú á almennri ment- un—og hún er orö sein eg er hræddur viö. Menn lesa til þess aö fá almenna mentun. Hún veröur þá oft svo almenn, aö hún veröur engin mentun í sjálfu sér. Menn lesa um hvali, um

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.