Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 32

Heimir - 01.12.1906, Blaðsíða 32
200 HEIMIR oröi: „Þaö hiýtur aö vera erfitt fyrir yöur, aö fara nærri um hugsunarhátt hans".—„Og þess þarf ekki; eg hefi ölf málskjöl- in í höndunum". Mér er enn þetta svar í fersku minni eftir tuttugu ár. — Skjölin voru þar, en enginn lífs andi, tnginn per- sónuleiki skapaöur af höfundinum. Lesið aftur á rnóti aðrar eins bækur og „CromweJl" eftir Carlyle og i. bindi af Friðriki mikla eftir sama höfund, eöa Frakklarrdssögu eftir Michelet, eöa Rómverjasögu eftir Mcmm- sen. Þar korna söguhetjurnar lifandi á móti iesandanum. (NitSurl. næst). Tilboð prestsíns. Eftír Vífíl Djákr.a. Eíns og kapellan okkar sé ekki nógu veglegt hús, og sarnt lætur sumt fólk svo eins og hún væri reglulegasta hæjarskömm. En eg get sagt ykkur það, aö veldi drottins er ekki eingöngu bundiö viö voldug m.usteri meö fagurlituðum gluggum og him- ingnæfandi turnum,—því þaö get eg sagt, að þótt hún sé rétt úr einföldum múrsteini og kalki, þá er ekki nokkur sá staður til hér í bænum, þar sem evangelíum hefir boriö huggunarrík- ari ávöxt en rétt hér í litlu kapellunni okkar. Þeir eru orönir inargir, sem leiddir hafa verið út úr myrkr- inu og inn til Ijóssins yfir í litlu kapellunni okkar í þessi tvö ár og tuttugu, sem eg hefi verið þar djákna myndin—og fleiri en einum brandi hefi eg beinlínis sjálfur bjargaö út úr loganum.— Ekki svo aö skilja aö eg sé aö státa af því,sem guði hefir þókn- ast aö gera fyrir kraft ininna handa, fjarri fer því,—en samt, þá var þaö þó Sæll dagur í lífi mínu þegar Geirfinnur heitinn gerðist ungbarn í annaö sinn og stóð upp og gerði sína góðu játníngu sabbatsdaginn eftir.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.