Heimir - 01.04.1909, Blaðsíða 3

Heimir - 01.04.1909, Blaðsíða 3
H E 1 M I R 219 unni, en þar sem aö einstaklingstilvera hins sjálfsmeSvitandi manns, gagnvart heiminum, er eins afmörkuS og hún er, er injög ólíklegt að maðurinn hati í byrjun gengið út lrá sjálfum sér, sem miðdepli þess heims, er hann lifði í. Upphaflega, og sjálfsagt lengi niður eftir öldum, átti engin skifting. sér stað, hvorki í þekkingu né lífsskoðunum. Trúar- brögð, heinrspeki, vísindi og siðferðishugsjónir voru ekki sundur greind vegna þess, að þörfin á að greina þau sundur var ekki fyrir hendi. Maöurinn leitaði að vitsmunalegri útskýringu á þeitn hlutum, sem voru innan takmarka reynslu hans, þessar útskýr- ingar náðu smámsaman útyfir hans eigin tilveru og heimsheild- ina, eins og hann þekkti hana, þær voru hans trú, og lífsreglur sínar setti liann í samband við þær, enda þó að þær hefðu myndast sjálfrátt af kringumstæðum þeim, sem hann haföi lifað undir. Þráin að finna tilgang og þýðingu í samhengi hlutanna og rás viðburðanna gerði hverja skoðun þeim viðvíkjandi að trú, sem gaf lífinu einhverja ákveðna þýðingu. Þess vegna voru hinar elztu lífsskoðanir sambland af mörgu, sem síðar aðskilst og verður hvað öðru andstætt, undir kringumstæðum, sem auk- in þekking hefir í för með sér. Þetta elzta stig lífsskoðana mannsins má skoða sem jarðveg, er tvær liinar ólíkustu tilhneigingar alls andlegs lífs hafa vaxiö upp úr. A aðra hönd er rannsóknin, sem er orsök þess, að maðurinn gjörir sár nokkra grein fyrir eðli hlutanna, og á hina er barnaleg trúgirnistilhneiging, sem gerir honum erfitt að sleppa nokkru því, er hann hefir einu sinni lagt trúnað á. Rannsóknin, sé hún ekki hindruð, leiðir vanlega af sér einhverjar nýjar álykt- anir og tilgátur, sem verða að þekkingu, þegar þær fá almenna viðurkenningu. En hún lætur ekki staðar numið, hún leitast altaf við að auka við þekkinguna, sem frá hennar sjónarmiði er ófullkomin. Af trúgirnistilhneigingunni aftur á móti leiðirþað, að vissar hugmyndir eru viðurkendar að hafa eilífan og óum- breytanlegan sannleik að geyma, við þær þarf engu að bæta, og þar afleiðandi er rannsókn, að svo miklu leyti sem hún snertir þær, ekki einungis óþörf heldur einnig röng. Á þessurn tveim- ur tilhneigingum hvílir frjálslyndi og afturhald allra alda í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.