Heimir - 01.04.1909, Page 4
220
HEIMIR
hvaöa málum sem er. Frjálslyndi og rannsókn eru óaöskiljan-
leg; afturhaldiö aftur á móti er rannsókninni mótfalliö, vegna
þess, aö sé einu sinni rannsakaö getur sannleiksgildi hinna viö-
urkendu liugmynda veriö hætta búin.
Samkvæmt þessum tveimur tilhneigingum eru tvær aðal-
stefnur ráöandi í hugsunarhætti manna yfirleitt, og þessar tvær
stefnur koma hvergi í sögunni betur í Ijós en í framþróun vís-
indanna og í rétttrúnaöi kyrkjunnar.
Vér þekkjum trúarbrögö ýmsra fornþjóöa í gegnutn goða-
sagnir þeirra og önnur ritverk. Flest þessi trúarbrögð eru sam-
bland af sannindum byggðum á lífsreynslu og hugmyndum um
eitt og annaö, sem viö engan virkileik hafa aö styöjast. Trúar-
brögö þessi hafa auðvitaö orðið til smám saman, þau hafa þrosk-
ast í gegnum margar kynslóöir og bera á sér einkenni lífskjara
þeirra, sem þessar kynslóðir hafa átt við að búa. Þær hug-
myndir í þeim, sem frá voru sjónarmiði eru ekkeit annaö en
ímyndun þekkingarlítilla manna, voru þeini, sem þær hugsuöu,
sannleikur, og þar sem þær voru frá þeirra sjónarmiöi sann-
leikur, voru þær náttúrlega viðteknar, þeim var trúaö. Saman
við þær var svo lífsreynslan ofm, og það, sem í fyrstu var til
aðeins í hugum einstakra manna, gat útbreiðst og oiðið almenn-
íngs eign. Flest, ef ekki öll söguleg trúarbrögö, sein vér þekkj-
um, hafa um einhvern tíma verið viöurkend trúarbrögö þjóða og
ríkja. Orsakirnar til þess að þau hafa þannig verið viðurkend
eru margar, en þó er sú sjálfsagt þýöingarmest, aö stjórnendur
þjóða og ríkja hafa séð valdi sínu bezt borgið á þann hátt aö
ljá þeim, sem flesta áhatigendur hafa haft,fylgi sitt. Meö tíman-
utn hafaþausvo oröið fyrir fjöldanum eittaf því, semvani og hefð
hefir gefiö óraskanlegt gildi, þau hafa verið skoöuð sem eitt af
hinum óhjákvæmilegu stofnunum mannfélagsins, og aldurinn
hefir veriö álitinn óyggjandi sönnun fyrir sannleiksgildi þeirra.
Iín þrátt fyrir það hversu djúpar rætur lífsskoðanir þær, sem
þessi gömlu trúarbrögð hafa inni aö halda, hafa fest í hugurn
manna, hafa þó sömu íorlögin beöiö þeirra allra. Þekkingar
þyrstar sálir hafa haldið áfram að rannsaka, við það lieíir þekk-
ingin aukist, og að sama skapi hafa hinar viðteknu lífsskoðanir