Heimir - 01.04.1909, Side 12

Heimir - 01.04.1909, Side 12
228 H E I M I R líftnagn fremur en dyggöir, verkhæfni freinur en mannkostir, samfélags jafnaöur fjöldans, fremur en hugvitssemi og yfirburö- ir einstaklinganna. Það sem vér nú þurfum aö gjöra, er aö skapa hjá hverri einustu mannlegri veru, meiri verkhæfni, launa henni betur vinnu sína, gjöra hana heilsuhraustari og veita henni betri skilyrði fyrir farsælu heilbrigöu og þægilegu lífi." A átjándu öldinni var þaö Stjórnmálasiöfræöi, er bæta átti úr öllu ranglæti. A nitjándu öldinni átti Mentunarsiðfræðin aö fiytja til vor þúsund ára ríkiö á örstuttum tíma. Nú er þaö „Fé- lagsfræöin", þegar vér erum búin aö færa undir yíirráð almenn- ings allar félagsstofnanir og iönaðar útvegi, er gjöra á úr oss öllum guöi og engla. En hvernig „Félagssiöfræöin" á aö leysa úr öllum vandamálum þjóðfélagsins er þeim ekki vel skiljanlegt, er veit að kringumstæöurnar, hverjar helst senr cru, geta aldrei skapaö fullkominn mann. Þær hafa og kannske ennþá, skapa manninn sem dýr, en sannur nraöur bíöur aldrei eftir því að umhverfið skapi lrann, heldur skapar hann sitt eigiö umhverfi. Sagan heföi oröiö skrásett mjög á annan veg, ef „Púritanarnir" og „Pílagrímarnir" (Landnemar Ný-Englands ríkjanna) heíöi beöiö eftir því að umhverfiö leiddi í ljós hugsjónir þeirra, kæmi stofnunum þeirra á fót, og skapaöi úr þeim sjálfum menn. Því látum vér náttúruna sjálfa, sem í sannleika er ekki annaö en umhverfiö sem vér lifum í, þjóna oss og hlíða? Nú á dögum fær erviðistnaðurinn ferfalt tneira kaup en verkamenn fengu á dög- um Shakespeares; en fylgir þaö því aö hann sé margfalt göfugri maður en hinir voru fyrrum? Á þessum tímum eru mörg þæg- indi í húsi erviðisinannsins, er voru alls ókunn fyrir hundraö ár- um; en fylgir það aö sjálfsögöu aö sá sern nýtur beztra þæginda sé beztur maður? Ennfremur skapi urnbverfiö oss, en vér ekki sjálf; til hvers er þá aö vera aö tala um að ráöa fram úr vand- ræöunr þjóðmálanna? Hver íær breytt kringunrstæöum ef vér getunr þaö ekki? Útheinrtist ekki annaö en aö unrlrverfiö sé bærilegt, til þess að ríki kærleikans og réttlætisins komi, því eru þá ekki þær megindyggöir ætíö sýnilegar, þar senr unrhverfi nrannsins er eins fagurt og ríknrannlegt og franrast veröur hugsaö.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.