Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 190
184 Ósannsögli.
kunnugum mönnum, er launuðu honum með spotti,
en því, sem hann átti eptir, eyddi liann við knatt-
borðið. Um kvöldið, þegar hann reið heim aptur,
gramur í geði, mætti hann ríðandi manni á hinum
sömu krossgötum, sem hann hafði villzt á um morg-
uninn, og bað maðurinn hanu um að vísa sjer veg
til bæjarins, sem kaupstefnan hafði verið haldin í.
Játvarður vísaði ferðamanninum vísvitandi ranga
götu, og er hann sá hann taka þá stefuu, sagði
hann við sjálfan sig : »það er jafngott þó hann tefji
sig hálfa stund, eins og jeg í morgun». Játvarði
þótti vænt um að hafa afvegaleitt hinn ókunna
mann, og sýndist honum hann vilja fiýta sjer til
kaupstefnunnar.
þrátt fyrir það, þótt Vilhjálmur hefði opt varað
son sinn við þeim hættulega ósið, að eyða tíma
sínum við knattborðið, sem opt dregur menn út í
áhættuspil, þá stalst Játvarður þó opt til þess.
Eitt kvöld var hann frainúrskarandi heppinn, og
vann allmikið fje, er honuin var goldið í banka-
seðli. Vilhjálmur sá af tilviljun þennan seðil í
höndum sonar síns, tók hann og skoðaði, og spurði
hvar hann hefði fengið hanu. Játvarður þorði
ekki að meðganga, að hann hefði spilað upp á
peninga, og svaraði kærulauslega: »Jeg fjekk hann
hjá peniugakaupmanninum nágranna okkaro. »Fáðu
mjer hann«, sagði faðir hans, og hann fjekk honum
seðilinn, en þagði yfir, hvers vegna hann þorði
ekki að halda honum. Um nokkurn tíma höfðu
falsaðir bankaseðlar gengið þar manna á milli, og
með því ekki hafði orðið komizt fyrir það, ætlaði Vil-
hjálmur.eins og hverjum góðum borgara ber að gera,