Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 195
Ósannsögli. 189
af hinum löngu vetrarkvöldum til þess. »Hver
býr til þessar öskjur?« spurði Játvarður einn af
þjónunum. »Maðurinn, sem stendur þarna við
dyrnar«, sagði hann ; »hann er ungur siglingamaður,
og hefir misst báða fæturna í orustu«. Játvarður
leit út að dyrunum og þekkti undir eins Anton,
œskuvin sinn, er liann hafði misst fyrir löngu.
Bæði þeir, sem við voru staddir og hinn ungi upp-
gjafaliðsmaður urðu öldungis hissa, þegar Játvarður
stökk upp og faðmaði hann ástviðlega sð sjer. En
undrun Antons stóð ekki lengi. Svipur Játvarðar
stóð Antoni enn þá ljóslega fyrir hugskotssjónum;
og jafnskjótt sem hann þekkti hann, hratt hann
bonum aptur á bak með viðbjóð. Bn fögnuður
Játvarðar var engin uppgerð; iðrun hans yfir því rang-
læti, er hann hafði sýnt Antoni, var svo augljós. Hann
barmaði sjer yfir því ranglæti, er hann hafði unn-
og yfir hinum hraparlegu afleiðingum þess, með
svo miklum ákafa og einlægni, að Anton ljet sef-
azt og fjellst á, að fara með Játvarði inn í afvikið
herbergi, og sagði honum þar frá raunum sínum.
”f>að er fljótt yfir sögu að fara«, sagði Anton, »þeg-
ar hin viðbjóðslega lygi, sem þú barst upp á mig
við móður þína, rak mig burtu úr húsi þíns ágæta
föður, reikaði jeg nokkra daga í grennd við
bæinn, en loks neyddi skorturinn mig til að láta
taka mig í flotalið konungs. Jeg hefi barizt í
þremur orustum og þú sjerð«, sagði hann, og benti
á trjefæturna, »hvernig jeg hefi úthellt blóðinu fyr-
ættjörðina í hinum síðasta bardagax. Játvarður
íylltist harmi við þessa sögu. »Jeg vil bæta fyrir
brot mitt að því sem mjer er auðið«, sagði hann