Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 191
185
Ósannsögli.
að láta yfirvöldin vita, að T. peningakaupmaður
og nágranni hans hefði látið af hendi falsaðan
seðil, með því líka hið mikla fje, er hann hefði
dregið saman á stuttum tíma, virtist bera að hon-
um böndin. Yfirvöldin veittu þegar heimild til
þess, að rannsaka hús peningakaupmannsius, og
var það tafarlaust gert, en engir falsaðir seðlar
fundust. Bœkur hans voru nákvæmlega rannsak-
aðar og varð þá auðsætt, að hann hafði grætt fje
sitt á happasælum gróða-fyrirtækjum og stöðugu
láni í atvinnu sinni, er hann liefði stundað með
stakri ráðvendni. Vilhjálmur ljet í ljós hina hjart-
anlegustu iðrun yfir því, að hafa bakað slíkum
sómamanni skapraun og ónot að óþörfu, en játaði,
að hinn falsaði bankaseðill, sem syui sínum hefði
verið borgaður í húsi lians, hefði vakið gruusemd
sína. Hinn bar á móti því, að nokkur slíkur seð-
ill hefði verið borgaður syni Vilhjálms, og hlyti
bonum að hafa yfirsjezt, eða komið illa íyrir orð-
um sínutn. Játvarður var tafarlaust sóttur. Hann
játaði, að hann hefði í hugsunarleysi nefnt peninga-
kaupmanninn, án þess að hafa hina minnstu hug-
uiynd um, að það, sem hann áleit meinlaus und-
anbrögð, gæti haft neinar illar afleiðingar. »Nei,
ósannsögli er ekki meinlaus«, sagði faðir hans, er
var orðinn sárreiður, sem vonlegt var; »og sannlega
er það heppni, ef lygi þín hefur ekki aðrar verri
afleiðingar en smán og svívirðing fyrir sjálfan þig«.
|>essi orð voru helzt til sönn. Kona peninga-
kaupmannsins hafði kornizt í svo ákafa geðshrær-
htg út af rannsókn þeirri, er fram hafði farið í húsi
henuar, að hún tók þunga sótt og dó úr lienni fáum