Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 6

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 6
4 Á þessari niynd sérð þú Ansgar niitt á meðal heiðingjanna, þú sérð að hann talar til þeirra. Hvað heldur þú að hann sé að segja þeim? Nú sltal eg segja þér hvað eg held. Eg held að hann sé að segja þeim að goðin þeirra séu fánýt og einskis virði, en að það sé til einn liiandi Guð, s'em hafi skapað alt og stjórni öllu, og að þessi Guð hafi „af kærleika til okkar mannannasent són sinn eingetinn í heiminn, svo að hver, sem á hann trúir, skuli ekki glatasf heldur hafa eilíft lif.“ Ansgar kallast „postuli Norðurlanda“ vegna þess að hann boðaði fyrstur manna kristni á Norðurlöndum. ■ ■ j Jólabobskapurinn frá kirkju- j ■ turninum. Fyrir mörgum árum gengu mikil veik- indi í )iu! einum á Pýskalandi. Búðirnar voru lokaðar, enginn kaupandi eða seljandi sást á torginu, engar glaðar raddir eða fjörugt fótatak heyrðist á götun- nm. Aðeins læknarnir, lyfsalarnir, prest- arnir og greftrunarmennirnir áttu annríkt afarannríkt - því það var næstum því ekki eitt einasta liús i bænum, sem ekki hafði haft dauðann fyrir gest, því veik- in var afarsóttnæm og geisaði um alt landið. Jólin vóru í nánd, en enginn sást búa sig undir þau, það var eins og allir höfðu gleymt þeim. Kirkjurnar vóru lokaðar, það var bannað að halda guðsþjónustu af ótta fyrir veikinni. Aðfangadagskvöld jóla kom og leið, og jólanóttin byrjaði; tunglið og stjörnurnar létu ekki sjá sig, því svört, rosaleg ský huldu himinhvolfið. Og jólamorguninn rann upp, enn jólaklukkurnar þögðu, það lá daúðakyrð yfir öllu. En alt í einu var þögnin rofin. Frá dómkirkjuturninumheýrðistunaðsíágurhljóð- færasláttur, sem dró fólk hópum saman til dómkirkjunnar. I'að var einn af hinum gömlu velþeklu jólasálmum, sem harst til eyrna fólksins, og margt af því gat ekki tára bundist. „Það eru víst englarnir, sem hjarðmenn- irnir sáu forðum,“ sagði gamalmenni eitt, sem hafði stumrað til kirkjunnar á hækjum sínum. „Guð hefir víst sent þá til þess að minna okkur á að Jesús Kristur er í heiminn borinn, svo við höfum orsök til þess að vera glaðir, þrátt fyrir allar hörm- ungar okkar.“ Nauinast hafði harin slept orðinu fyr enn sálmurinn: Vor Guð er borg ú bjargi traust, Hiö bezta sverö og verja; Ifans armi studdir óttalaust Vér árás þoluui liverja o. s. frv. heyrðist spilaður með svo mikluni krafti að hann heyrðist um allann bæinn. Og svo þagnaði hljóðfæraslátturinn. Fólk óskaði hvert öðru gleðilegra jóla, og síðan gekk hver heim til sin. Það var eins og nýtt líf færðist i álla, örvæntingar og dauðahjúpurinn, sem hvíldi yfir bænurn, var rofinn. Guð liafði sjálfur talað til fólksins og hughreyst það. Eri hvern hafði hann lirúkað fyrir verkfæri? Guð hafði i þetta sinn, sem svo oft, brúkað þann, sem í mannaaugum var óálitlegur, og lítilsigldur fyrir verkfæri sitt. í þetta sinn hafði hann brúkað einn af hinum grimnliyggmistu íbúum bæjarins, nefnilega Jón Kubb, sem allir sögðu að ekkert skildi. Jón hafði fengið eina náttúrugjöf, sem margir öfunduðu liann af, hann hafði óvana- lega góða söngrödd og næmt eýra fyrir söng, þessvegna söng hanti æfinlega í kirkj- urini, og var vanur að vera með í horn- leikaraflokkunum, sem spilaði í kirkjunni á jólunum og við aðrar liátíðir. Þennan jólamorgun hafði Jón eins og hann var vanur, gengið inn í kirkjuna áð bakdyrum þeim, sein söngflokkurinn var vanur að ganga, og síðan upp í turniriri ári þess að vita, livað hann gerði, því Guðs anili leiddi hann.

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (24.12.1909)
https://timarit.is/issue/308982

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (24.12.1909)

Aðgerðir: