Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 7

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 7
Þegar liann kom npp í lurninn, datt honum i lmg að hann skyldi reyna liornið sitt. Það var á þennan liátt, sem Guð hrúkaði hann sem verkfæri til þess að hughreystá fólkið og miuna það á fagnað- arboðskapinn. Verkfærin. Dœmisaga. Skrifhorðið stóð opið. Eigandinn var ekki inni, það var kallað á hann, rétt í því að hann var að byrja að skrifa áríð- andi hréf. A borðinu lá ein örk af hvítum bréf- pappír og eitt umslag; við hliðina á því stóð blekbytta og þar að auki var þar penni, þerripappír og pennaþurkari. Alt í einu heyrðist lágt skrjáfur, það var pappírsörkin, sem talaði við félaga sína: „Ykkur ferst ekki að vera svo reig- ingslegir,“ sagði hún hœðnislega, „það er á mig sem hrétið verður skrifað.“ „Þú gleymir,11 sagði penninn, „að það verð eg sem skrifa það.“ „Og þið gleymið,“ sagði hlekið, „að þið getið ekki skrifað án mín.“ „Þú hefir ekki mikið að monta af,“ sagði blekhyttan við hlekið, „því hvað yrði af þér, greyið mitt, ef eg slægi hendinni af þér?“ „Það er hlægilegt að heyra bvað beimsk og þóttafull þið eruð öll saman,“ sagði þerripappírinn, „það væri fallegt að sjá óþrifnaðinn liérna, ef eg væri ekki, það yrði ekki sjón að sjá ykkur.“ „Má eg spyrja,“ sagði umslagið, „hvaða gagn væri að ykkur öllum saman ef eg tæki ekki bréfið, og hæri utanáskriftina? An þess gæti hréfið ekki komist þangað, sem það ætti að fara.“ „Það er eg sem skrifa utanáskriftina á þig,“ Ilýtti penninn sér að segja. „Og eg — og eg!“ hrópuðu þau öll með einum munni. „Kæru vinir, þið megið ekki þrátta svona,“ sagði penna- þurkarinn vingjarnlega, hann hafði hingað til leitt þrætuna hjá sér. „0, þegi þú,“ sagði penninn hæðnislega, „þú ert ekki annað enn gólfklútur, svo þér ferst ekki að láta mikið.“ „Þú mátt gjarnan kalla mig gólfklút,11 sagði pennaþurkarinn stillilega, „en án min værir þú svo fullur af þornuðu hleki að það væri alls elcki liægt að nota þig. Þegar við íhugum málið gaumgæflega, þá erum við neydd til að viðurkenna, að við getum alls ekki skrifað þetta bréf, þótt, við hefðum ekkert annað fyrir stafni, það sem eftir er af æfinni. Aðeins húsbóndi okkar getur skrifað það, og við megum láta okkur nægja, með að verða notuð sem verkfæri til þess, hvert í sinu lagi.“ „Eg held að hann hafi á réttu aðstanda,“ sögðu pappirsörkin og umslagið í einu hljóði. „Já,“ sagði blekið, „það var heimsku- legt af okkur að gleyma því, að við getum ekkert áu vilja húshóndans, og að við get- um ekki verið án hvers annars. “ „Það getur vel verið að þetta sé satt,“ sagði hlekhyttan. „En eg vil segja þér greyið mitt,“ sagði hún við blekið, „að eg væri lil gagns, þ<) þú værir ekki í mér.“ „Það er satt,“ sagði þerripappírinn, „það var ekki rétt, að við gleymdum því.“ „Já, það er satt,“ endurtók penninn auðmjúklegur í málrómnum, „og eg hið yður að fyrirgefa mér, herra pennaþurkari, að eg kallaði yður gólfklút; við verðum að vinna saman í eindrægni, því við erum gagnslaus hvert í sínu lagi, en þegar við hjálpumst að getum við gert mikið gagn.“ „Af úlfúð og ósamlyndi hefst aðeins ill eitt,“ sagði pennaþurkarinn. „En samvinna í bróðurliug og kærleika verður til gæfu og hlessunar.“ Pennaþurkarinn þagnaði snögglega, því dyrnar opnuðust og eigandi ritfanganna kom inn. Hann tók pennann í hönd sér, dýfði honum í hlekið, skrifaði fram og aftur á pappírsörkina og þurkaði hana síðan með þerripappírnum og stakk henni inn í umslagið, skrifaði utanáskriftina á það — og þurkaði siðan pennann á penna- þurkaranum. „Nú höfum við gert livað við gátum,“ sagði blekið í hálfum hljóðum, þá er eigandinn var genginn út úr her-

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (24.12.1909)
https://timarit.is/issue/308982

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (24.12.1909)

Aðgerðir: