Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 10
8
„Eg vil ekki hlusta á þetia þvaður í ykkur,
cg hefi einu sinni sagt nei, og svo er ekki
meira um það.“
.Tósef og María, þannig hét tiinlmr-
maðurinn og festarmey hans, áttu nú ekki
annað fyrir höndum en að láta berast
fyrir undir opnum himni. þau vóru komin
spðlkorn frá húsi Amra þegar þau sáu
tvö börn koma hlaupandi á eftir sér. Það
vóru þau Elí og Rut. „Kornið þið með
okkur, “ hrópuðu börnin. „Okkur datt í hug
að það vœri betra fyrir ykkur að sofa í
fjárhúsinu hans föðurs okkar, en að liggja
úti.“ Jósef og Maria urðu glöð yfir að fá
þak yfir höfuðið, og þökkuðu liömunum
fyrir góðsemi þeirra.
Börnin fylgdu þeim til fjárhússins; á
meðan að Elí þakti jötuna með heyi hljóp
fíut heim og sótti hunangsköku, sem henni
liafði verið gefin, og lagði hana við ldiðina
á Maríu, sem hafði lagst fyrir í jötunni:
„Reyndu að borða dálítið,“ sagði barnið,
„það getur verið að þú hressist við það.“
l'að er leiðinlegt að við getum ekki lánað
ykkur ljós,“ sagði Elí, „það er svo dimt
hérna inni.“ „Það gerir ekkert,“ sagði
timburmaðurinn. „Stjörnurnar á himninum
eru vinir okkar.“ „Góða nótt og soíið í
Guðs friði, “ sögðu börnin. „Guð mun
heyra bæn mína,“ sagði María, og rétti
þeim hendina, „þið hafið gelið hinum hungr-
uðu mat og hinuni húsviltu hafið þið
lánað húsaskjól, þessvegna mun Guð blessa
ykkur og aldrei láta ykkur vanta daglegt
lirauð. Og ef ykkur hungrar og þyrstir,
skal það verða hungur og þorsti eftir rétt-
lœti Guðs.“
Börnin störðu steini lostin hvort á ann-
að, þau skildu ekki livað hún meinti.
„Nei, hvað er þetta, Elí?“ hrópaði
Rut alt í einu, þegar þau vóru á heim-
leiðinni, því það varð snögglega albjart
umhverfis þau. Þeim varð ósjálfrátt litið
til fjárhússins, en þau gátu ekki eygt það,
því það var eins og liiminn og jörð væri
eitt ljósgeislahaf.
Það var ekki undarlegt þó það sæist
vegsummerki í ríki náttúrunnar, því á
þessu augnabliki fæddist frelsari mannkyns-
ins. Fregnin flaug eins og eldur í sinu
út um aU Gyðingaland. Amra liafði heyrt
getið um gjafir þær, sem vitringarnir frá
Ausítirlöndum hfifðu gelið nýfædda barninu.
„En livað eg var heimskur,“ sagði hann
við sjálfan sig. „Að eg skyldi ekki hjóða
þeim að sofa í koniingssalnum, svo hefði
eg fengið eitthvað af Ollu þessu gnlli.“
Hann flýtti sér til fjárhússins, lineygði
sig auðmjúklega og bauð þeim að flytja
inn í konungssalinn. „Nei, eg þakka þér
fyrir,“ sagði Jósef, „nú þurfum við þess
ekki með, börnin þín hafa liætt úr harðúð
þinni og fyrir sakir góðsemi þeirra viljmii
við fyrirgefa þér.
„En hvað eg var heimskur,“ sagði
Amra ergilegur, „en það verður ekki aftur-
tekið, en þau liafa ef til vill gefið Elí og
Rut eitthvað fyrir hjálpina,11.
Þegar hann kom heiin spurði hann börn-
iu livað þau liefðu fengið fyrir hjálpsemi
þeirra.
„Móðir nýfædda konungsins sagði að
við skyldum aldrei verða húsvilt og aldrei
vanta daglegt hrauð,“ sagði Elí.
„Og ef okkur hungrar eða þyrstir skal
það vera eftir réttlæti Guðs,“ bætti Rut
við.
„Það eru í sannleika konungleg laun,“
sagði Amra eftir litla þögn, „Eg held að
það borgi sig að vera hjálpsamur við fá-
læklingana. “
Freistingin.
Helga litla hafði verið injög veik. En
loksins fékk hún leyíi til að koma út því
veðrið var svo gott. Hún heyrði að það
var einhver, sem kallaði á hana, en hún
sá engan.
„Líttu upp, Helga, þú hefir þó aldrei
gleymt mér?“ sagði raustin. Helga leit
upp og sá Harald leikhróður sinn sitja á
garðsveggnum.