Brúin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Brúin - 24.12.1929, Qupperneq 7

Brúin - 24.12.1929, Qupperneq 7
BRtriN 7 allir jafnfátækir, jafn sárt um skildinginn. Jeg rölti niður að baðstaðnum. Þar er einnig fult af fólki. Fleslir eru i baðfötum. Sum eru ljóm- andi falleg, einkum stúlknanna. Menn synda, róa á ofurlitlum manndrápskænum og hvolfa þeim undir sjer, æpa af uppgerðar- skelfmgu, veltast í vatninu, liggja í sandinum, gera allskonar hunda- kúnstir, svo lengi sem sól er á lofti. Og [>að verður kvöld, og það verður inorgunn — nýr dagur. Wien er full af leyndardómum. Jeg hefi gengið í hugsunarleysi eftir endalausum krókastigum, gömlum,þröngum og hlykkjóttum götum í miðhluta borgarinnar. Alt í einu stend jeg andspænis undursatnlegri gotneskri bygg- ingu. Það er Fiskimannakirkjan, bygð á blómatíð hins gotneska stíls með dásamlegum stílhrein- leik og fegurð. Rjett þar hjá er gata, sem heitir Fiskimannastigi, snarbrattur rangali, sem hallar niður að hinum gamla Dónárfar- vegi. Og þarna var hinn gamli borgarveggur og Fiskimannahliðið Hjer gengu fiskimennirnir í gamla daga með íisk sinn inn í borg- ina, fisk, sem þeir veiddu i Dóná. Nú er áin flæmd úr farvegi sín- um og engin branda i henni leng- ur á þessum slóðum. Nú er ekkert eftir af öllu þessu nema nöfnin og kirkjan. Tímarnir breyt- ast. — Tempora mutantur nos et mutamur in illis. Vjer ef til vill mest. Wien er örsnauð borg að öllu nema fegurð, uppgefin borg upp- gjafamanna, — en skínandi fög- ur ú svip. Inni í ráðsölum borg- arinnar dreymir stjórnmálamenn- ina um endursameiningu við hið volduða Þýskaland, dreymir um að lyfta sjer á vængjum hins þýska arnar upp yfir lokuð sund og tómar fjárhirslur. Og dagarn- ir líða, sumardagar og vetrar, sóldagar og krapajelja, sem ganga jafnt yfir rangláta og rjettláta, ganga yfir tvær miljónir manna, sem eru aö brenna síðustu glóð- um sínum í aggi von- lausrar lífsbaráttu, sem deyfa sviðann og drepa niður ömurleg- um hugsunum, með því að dreypa munarveigum suðrænnar ljettúð- ar í harmabikar hvers dags. Wien í júní 1929. Sigurður Einarsson. Skammdegispankar. öll vitum við hversu marga metra af kvikmynd er hægt að sýna eina kvöldstund, og hversu mikið efni getur birtst í slíkri kvikmynd. — En engu styttri nje efnisminni er sá hugsanaferill, sem hugsaður er af manni, sem situr í skammdegisrökkri, innilok- aður í sjálfan sig, og lætur hug- ann reika lausbeislaðan og ótrufi- aðan hvert sem fara gerist. — Ein kvöldstund nægir ekki til að birta með orðum allar þær mynd- ir, sem i huga hans birlast, því eins og Ijósiö fer hjerumbil 300 sinnum hraðara en hljóðið, eins fer bugurinn sÍnnMIP, hraðara en tungan, — og er munurinn ef til vill miklu meiri, — en sje hann það ekki, þá þarf samt hátt upp í ár, til þess að sýna það í orði, sem hugurinn sjer á einni klukkustund. — Líti maður á landabrjef, — það þarf-ekki að vera raunverulegt landabrjef, — heldur aðeins jörð- in, sjeð í hugarins skuggsjá, þá sjáum við, hvert sem litið er, götur, vegi, stræti, stíga eða torg, sem eins og þjettriðað net samtengja Norðra og Suðra, — Austra og Vestra. — Allir eru möskvar þessa nets fyllir mönnum, sem þjóta áfram á mismunandi hraðri ferð, og stefna að einhverju ákveðnu takmarki. — En netið er völund- arhús, og er því villugjarnt. — Alla daga og nætur er umferð- in svo að segja hin sama, og standi maður hátt, — t. d. uppi i háum turni — og horfi yfir stræti, sem fjölfarin eru — eink- um stórborganna — fær maður strax ljósa og lifandi hugmynd um, hversu náið samband er milli einstaklinganna. Þeir þurfa ekki annað en rjetta út hendina til þess að geta snert hvern annan, — þeir gela ineð einu handtaki bundist órjúfandi vin- áttuböndum, — þeir geta horft hver í annars sálarspegil, og sjeð þar hreina og fölskvalausa ást, — þeir geta talast við, -og á þann hátt bundist fastmælum um framtíðina. — En þrátt fyrir hina sýnilegu nærveru, getur verið ósýnileg víðátta manna á milli. — Þeir geta, þrátt fyrir nálægðina, verið óravegu hvor frá öðrum, og or- sakast sú fjarlægð venjulegast af mismunandi skilningi á hlutunum sem öðru nafni kallast mismun- andi skoðun, — mismunandi lifs- kjörum, — mismunandi lyndis- einkunum — og mismunandi orsökum og afleiðingum þess, sem á dagana drifur, sem við einu nafni nefnum skapadóm. — Þessi fjarlægð, sem kallast get- ur „innri fjarlægð“, er sennilega að einhverju leyti sjálfskaparvíti, en að mínum dómi, að mestu leyti meðsköpuð og í samræmi við það lögmál, að engir tveir menn sjeu eins. — Sjer- hver maður fer sína eigin braut, sem sennilega er fyrirfram ákveðin af allsvaldanda guði. — Aldrei er brautin bein, á henni eru ótal hlykkir og mörg leiti, — veit því enginn hvar hún end- ar, fyr en á síðasta leitið er komið, — eða hvað á bak við næsta leiti dylst. — En áfram skal halda. Æskan eða æskul5rðurinn geng- ur venjulegast sína braut í fiokk- um — fleiri saman — og fer hratt, án þess að horfa aftur. Það er svo margt nýtt, sem ber fyrir augu, svo margt, sem hulið er i skauti framtíðarinnar. Og aíli timans fær enginn á móti staðist. Öll börn og unglingar óska því eftir að verða stór og fullorðin sem allra fyrst. — Öðru hvoru hittir æskan fólk, seni talar um einveru og afkima lífsbrautarinnar, sem það ef til vill lengi heíir reikað um. En æskan og yfir höfuð allir, sem ávalt hafa notið návistar sinna nánustu, og ávalt hafa verið um- kringdir vinum og kunningum, — jú, þeir heyra það, sem sagt er, — en þeir skilja ekki hvað einstæðingarnir meina. — Ekki enn þá. — En fyr eða síöar, og það oft fyr en varir, geta þeir lagt orð 1 í belg, og ausið af viskubrunni eigin reynslu, — því fæstir eru þeir, sem með öllu losna við að lifa og leika einstæðingsþátt æfisögu sinnar. — Lifið á í stöð- ugum fangbrögðum við mann- fólkið, og beitir það margskonar og mismunandi glimutökum. — i| Er maðurinn >rmist undir eða of- j| aná í þeim ryskingum, — þessi jj kafii æfisögunnar skýrir frá með- j: læti, sá næsti frá mótlæti, — og umskiftin geta orðið svo snögg, að við missum sjónar á tilgangi lífsins, og þekkjum hvorki sjálfa oss nje heiminn, sem við lifum í. — í meðlætinu erum við aldrei einir. Einungis meðvitundin um hamingju vora, er nægileg til þess að fylla sálir vorar þeirri lilfinningu, að við sjeum sam- runnir umhverfi voru, — að við sjeum „með i leiknum". Alt virð- ist skapað okkar vegna, bæði himin og jörð, — náttúran og mennirnir. — Alt er paradís. En svo þegar mótlætið steðjar að, virðist oss þetta alt saman hverfa eða taka á sig aðrar myndir. Jörðin verður „táradal- ur“, himininn hulinn skýjum, og ástvinirnir horfnir úr sínum jarö- nesku umbúðum. Þeir, sem eftir lifa, skilja oss eigi eða vilja halda oss í hæfilegri fjarlægð. — Þá uppgötvum við alt í einu, að við erum einir. Við feröumst ekki lengur á áííaravegi, heldur eruin við staddir á mjóum hliðargöt- um, — slíg einsíæðingsins — Hugurinn fyllist angist og kvíöa og spurningar vakna. Hvernig á oss að takast, að ganga stíg þennan á enda? Er það nokkur, sem styður oss og vísar oss veg? — Þá minnumst vjer sannleik- ans, sem falinn er í orðunum: „Þann, sem guð gerir að einstæð- ingi, honum er hann hjá.“ — Vjer látum huggast, því að það, sem guö lofar, það efnir hann. Hann hefir slegið oss með sín- um töfrasprota. — Hann helir refsað oss með mótlæti, af því að hann elskar oss öll. í byrjun er oft eríitt að beygja sig fyrir hans mikla vilja, — erf- itt að bera þær byrðar, sem oss eru lagðar á herðar, — meðan aíl vanans rikir yfir tilhneiging- um vorum og bergmálar í hjarta voru, meðan við ekki þekkjum sjálfa oss, og erum ekki herrar yfir okkar eigin vilja. — Því það góða, sem við vildum gera, gerð- um við ekki, en það vonda, sem við vildum ekki, það gerðum við. — En mótlætið og einveran kall- aði fram í huga vorum ýmsar raddir, sem' lágu þar hljóðar og geymdar, og við sáum lífið í alt öðru ljósi en aður. — Sjerstak- lega varð einveran þess valdandi að „rödd guös“ fjekk betri áheyrn í sálum vorum en áður, og á þann hátt gaf okkur dýrinætan I fjársjóð. Og þennan djrrmæta fjár- ] sjóð getum við á engum tíma ' árs allað oss með jafn hægu og BRÚIN Vikublað, kemur út á hverj- um laugardegi. tJtgefendur: Nokkrir Hafnfirðingar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson. Sími 120. Auglýsingar, afgreiðsla og innheimta: Helgi Guðmundsson. Sími 47. H.f. Prentsm. Hafnarfjarðar. eölilegu móti, eins og einmitt í skammdeginu, — einmitt í kring- um sjálfa blessaða jólahátíðina, sem hefir þann undramátt, að alt verður uppljómað kringum oss og inni í oss, þótt utan veggja sje stormur og kuldi, hríð og myrk- ur. — Jólin eru töfrasproti drott- ins. — Jólahátíðin flytur oss guðlegt geislaflóð, sem hellist yfir rjett- láta og rangláta mitt í skamm- degismyrkrinu, og kveikir kær- leikans eld hjá konum sem körl- um, ungum sem gömlum. — Megi sá eldur aldrei slokkna. — Samfleitt í 1929 ár, hefir þessi kærleikans eldur, sem kveiktur er af jólahátíðinni, farið eins og stormur yfir löndin og þrengt sjer allstaðar inn, jafnt i höll sem hreysi, — mýkt hin hörðustu hjörtu, — þurkað burtu sorgir og kvíða, — svo jafnvel hinir mestu stórbokkar — hinar forhertustu sálir, — hafa orðið mildari og betri. — Töfrar jólanna umlykja oss öll í fleiri daga. í fleiri vik- ur höfum við orðið vör við þenn- an töframátt í hönd farandi há- tíðar. — Við höfum þegar heyrt óskir barnanna, við höfum orðið vör við allan þennan mikla und- irbúning, sem ávalt á sjer stað, er fagna skal góðum gesti. Við höfum sjeð jólatrjen — tákn jóla- gleðinnar— og oss finst eins og þegar stafi af þeim birta og yl- ur. — Guðs djrrðar birta og kær- leikans inndæli ylur. Stundin nálgast óðum — hátíð hátíðanna er í nánd. í eftirvænt- ingu bíða ungir og gamlir þeirrar gleðistundar, þegar mennirnir mynda hring um trjeð, haldast i hendur og syngja hina dýrðlegu jólasöngva, — syngja um engl- ana, sem færðu oss hinn dýrð- legasta boðskap, — syngja um barnið, sem oss var sent, til frelsunar og fyrirmyndar öllum þeim, sem taka vilja á móti jól- unum eins og börn, og færa sjer í nyt þá miklu kærleikans gjöf, sem jólahátíðin ber í skauti sínu. Guð gefi öllum gleðileg jól. -r.-n. Geislar skarta Ránar-rönd, rökkrið svarta brennur; inn á hjartans leyni-lönd ljósið bjarta rennur. Xq.

x

Brúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.