Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Sálmabókin. 255 kirkju eða heimahúsum. — Hún hefir kosið sér þann hlut um val nýrra sálma til bókarinnar, — livort héldur ræða var um nútima eða eldri kynslóða — að fremur j7rðu eftir og utan sálmabókarinnar sálmar, sem þó ef til vill ættu þar lieima, heldur en liitt að inn kæmu þar sálmar, sem ekki ættu þar a. m. k. nokkurt stundar er- indi. — En hér kemur margt til athugunar, og um þess- ar greinar deilist smekkur manna og skoðanir óendan- lega. — Öllum getur skjátlazt, líka þeim, sem hefði í liverri grein, er að þessu lýtur, meira til brunns að bera en nefndarmenn. En nefndin hefir þótzt gjalda varúðar við, og vandfúsir höfum við viljað vera vegna sálmahók- arinnar. — Hver og einn verður fyrst og' fremst að njóta sinnar smekkvísi og dómgreindar, — nefndin sem aðrir. Hún hyggur sjálf, að hún hafi ekki unnið margt i þessu máli að óatlmguðu máli. En á degi dómsins verður liún að standa fyrir svörum og gera grein starfs síns i hverju atriði.vOg hún er þess þá líka albúin að fagna með fagn- endum hverju því atriði, sem fært er til réttara eða betra horfs, þegar komið hefir í ljós við gaumgæfari at- hugun, að nefndinni hefir mistekizt eða missýnzt. Nefndin hefir tekið þá einu nýja sálma, sem að efni og anda falla um höfuðfarveg eða farvegu íslenzkrar og lúterskrar kristni. Hún hefir ekki tekið spíritistiska, theosophiska, unítariska eða katólska sáhna, þar sem túlkuð er sérhugð þessara greina eða hugðarmál, — og sé þar þá ekki um að ræða samhljóm að efni og anda, svo sem sungið hefir verið í kirkju og kristni áður og síðan. En hún hefir engu skeytt, hverri sérgrein eða kreddu höfundur sálmsins annars fvlgdi. T. d. hefir nefndin hvorttveggja tekið sálma eftir Einar H. Ivvaran og Stefán frá Hvítadal. — þó hefir nefndin brotið þessa reglu í einu og ef til vill tveimur atriðum. Hún hefir tek- ið upp sáhn af einkar fögru og höfundarlausu Maríu- kvæði frá 15. eða 16. öld. Að vísu gerum við ekki ráð fy rir, að sá sálmur verði að jafnaði sunginn í kirkjum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.