Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Fréttir. 287 segir: „Komið til mín — lærið af mér.“ Minnumst þess, að á beztu augnblikum lífsins komumst vér næst því að líkjast Jesú Kristi og að fyrir lieilaga kærleiksfórn hans er oss ojoin leið að bjarta Guðs. í einni af kirkjum lands vors standa þessi orð með gylltu letri á prédikunarstólnum: „Sá, sem hefur soninn, befur lífið.“ (1. Jób. 5,12). í þessum orðum felast æðstu sannindi kristinnar trú- ar. Guð gefi, að þau mættu verða rituð með letri lifanda Ijóss á hjörtu vor allra. Fréttir. Ellihetmilissjóður Skagfirðinga. Sjóð þennan stofnuðu þau Jónas lœknir Kristjánsson og frú Hansína Benediktsdóttir við brottför sína úr Skagafirði. Hafa honum safnazt miklar gjafir, svo að nú nemur hann nær 30000 krónum. Gullbrúðkaupssjóður. Þegar þau prófastshjónin á Hofsósi, séra Pálmi Þóroddson og frú Anna Jónsdóttir, áttu gullbrúðkaup, gáfu börn þeirra og tengdabörn þeim fjárhæð til minningar um þennan htíðisdag. En prófastshjónin ákváðu, að þeim sjóði skyldi siðar varið til styrktar Elliheimili Skagfirðinga, og er hann nú á 8 þús. krónur. Kirkjuvígsla. Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, vígði Hellnakirkju á Snæfelisnesi sunnudaginn 12. ágúst. Er lnin snotur steinkirkja og vönduð og Hellnasöfnuði til mikils sóma. Til aðstoðar biskupi við vígsluna voru liéraðsprófastur og 3 aðrir prestar prófasts- dæmisins. Margt manna var viðstatt. Aðalfundur Prestafélags Norðurlands var haldinn að Hólum í Hjaltadal 12. ágúst, og sátu hann 10 prestar. Fundurinn hófst með hátíðagúðsþjónustu í Hólakirkju tii minningar um Jón biskup Arason, og messaði vígslubiskup Hólastiftis séra Friðrik Rafnar. Hann flutti einnig erindi. Ann- að erindi fiutti séra .Benjamin Kristjánsson, um hlutverk kirkj- unnar. Mikiil álnigi er á því að safna fé til væntanlegs minnis- merkis á Hólum, er verði fullgert á 4 alda árstið Jóns biskups Arasonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.