Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 18
264 H. H.: Sálmabókin. Október. vökva um rætur trésins. Því að það er trúa mín, að með- an jörðin geymir safa sinn stofninum til handa, muni tréð liljóta blaðfegurð, jafnvel þótt ein og önnur árstið geti orðið örðug um þá hluti. En sé ekki um ræturnar vökvað og að þeim lilúð, er lokið lífi stofnsins. Um leið og nefndin skilar af höndum starfi, sem hún hefir haft liug á að vinna svo, að öðrum yrði skemmri leið og auðveldara að ljúka til fullnaðar, þá fel ég prest- um landsins, kirkjuráði ásamt biskupi og yfirstjórn kirkjumála hókina i hendur, ekki fyrst og fremst til varðveizlu, heldur lil forsjár og' allra umsýslu, og mætti þá óska þess, og til þess standa allar vonir, að bókin verði svo úr garði gerð, sem bezt eru efni og föng til, kirkju og þjóð til sæmdar, siðgæði og trúarlífi landsins harna til liverskonar hlessunar. Og er ég lýk þessari greinargerð, leyfi ég mér, sjálfs mín vegna og allrar nefndarinnar, að taka mér í munn orð Hálfdánar meistara Einarssonar, er liann hefir ritað i eftirmála sálmabókar: „En hvað af minni hálfu áfátt er, vona ég, guðsbarnakærleiki virði á hægri veg“. Biskupafundur í Kaupmannahöfn. Höfuðbiskupar Norðurlanda áttu fund með sér í Kaupmanna- höfn í lok ágústmánaðar. Biskup vor sólti fundinn og ritar um hann í Kirkjublaðinu. Einnig hefir hann flutt um hann útvarps- erindi. Má vænta góðs árangurs af fundi þessum. Heimsfriðarins minnzt í kirkjum landsins. Súnnudaginn 19. ágúst voru þakkarguðsþjónustur fluttar í kirkjum landsins og fagnað friðinum. Aldarafmæli Búrfellskirkju. Hátíðarguðsþjónusta var haldin í Búrfellskirkju í Grínjsnesi 22. júlí til þess að minnast aldarafmælis hennar. 'Var þar fjöí- menni viðstatt. Biskup og liéraðsprófastur fluttu ræður, en fyr- verandi héraðsprófastur, séra Ólafur Magnússon, þjónaði fyrir altari.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.