Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Kveðja. 269 breiddi út faðminn um leið. „Ég vildi, að ég væri svo breiður, að ég gæti faðmað alla menn“. Slíkan foringja var gott að eiga, og aldrei skyldi slá fölva á þessa mynd, sem getur lagt frá vitaljós um aldir. I þessum anda eru grundvallarlög Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags fyrir 60 árum, sama anda, sem réði þá i trúmálum á Islandi og bar að víðsýni og þroska langt af ýmsum lút- ersku kirkjudeildunum vestan liafs. Að sönnu er mér ljóst, að stefna Kirkjufélagsins hneigðist um skeið í íbalds- samari átt, og er það mjög skiljanlegt miðað við aðstæð- ur, en það verður aftur víðfeðmara hina siðari áratug'i. Virðist mér nú, eftir samveruna þessa daga, sami andi muni ríkja hér sem yfirleitt í kirkjunni heima, lieil- brigður og öfgalaus, jákvæður i bezta skilningi. Við vitum það, íslendingar austan hafsins, að þetta kirkjulega starf hefir verið þrungið lifi. Kirkjuþingið sameignlega hefir verið eins og hjartað, sem hefir dreg- ið að sér lífstraumana frá hinum dreifðu byggðum og sent aftur nýja lífsstrauma út um byggðirnar — verið lífæðin, eins og minnzt var i fyrrakvöld. Enginn fé- lagsskapur hefir sameinað ykkur Vestur-Islendinga eins og þessi. Kirkjulegu tímaritin hafa borið vitni um hið þróttmikla líf, einkum hið elzta þeirra og mesta, Sam- einingin, sem nú hefir unnið að því i 6 áratugi að sam- eina hugi fólks til fylgdar og hollustu við Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Guð liefir gefið félaginu marga á- gæta foringja og liðsmenn, sem við dáum, menn, sem hafa boðað af kærleika og krafti í orði og verki líf í samfélagi við Krist. Ég sé í anda látna forseta Kirkjufélagsins. Ég á per- sónulegar minningar um þá alla. Ég blýði á dr. Jón Bjarnason flytja prédikun i kirkju Innnanúelssafnaðar í Wynyard. Hann ber fram spurninguna: Hver er hin rétta vörn kristins manns fyrir trú sinni. Hann leitar svars á ýmsum leiðum, og svörin verða margskonar. Hann leiðir okkur hærra og hærra. Við erum að nálg-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.