Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 42
288 Fréttir. Október. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands \ar haldinn í HveragerSi í Ölfusi 26. og 27. ágúst. Sunnudaginn 26. messuðu prestar, sem hér segir: Séra Sigurbjörn Á. Gíslason og séra Brynjólfur Magnússon að Hjalla. Séra Guðmundur Einarsson prófastur og séra Sigurjón Árna- son að Strönd í Selvogi. Séra Hálfdan Helgason prófastur og séra Sveinn Ögmundsson að Búrfelli. Séra Sigurður Haukdal að Selfossi. Séra Jón Guðjónsson og séra Ragnar Benediktsson að Úlf- Ijótsvatni. Ásmundur Guðmundsson prófessor að Kotströnd. Að loknum messunum var fundurinn settur að Hveragerði. Ásmundur Guðmundsson flutti erindi um ferð sina til nokk- urra íslendingabyggða i Vesturheimi og prófessor Magnús Jóns- son um lieimsádeilukveðskap Hallgrims Péturssonar. Aðalmál fundarins var altarissakramentið, og liafði séra Sig- urbjörn Á. Gíslason framsögu. Síðar tóku ýmsir til máls, og var tinkum rœtt um pað, hvað gjöra þyrfti til þess, að altarissakra- mentið yrði aftur meginþáttur í íslenzku kirkjulífi. Á mánudag var Biblíulestur í Kotstrandarkirkju, og hafði séra Bjarni Jónsson vígslubiskup orð fyrir. Að því loknu fór fram altarisganga. Séra Hálfdan Helgason prófastur þjónaði fyrir altari. Þennan dag sátu prestar boð hjá söknarprestinum, séra Helga Sveinssyni og frú hans, og seinna um, um kvöldið, lijá séra Ólafi prófasti Magnússyni og frú hans, að Öxnalæk. Stjórn prestafélagsdeildarinnar var endurkosin, og skipa hana: Séra Hálfdan Helgason prófastur formaður, séra Sigurður Pálsson ritari og séra Garðar Svavarsson féhirðir. Fréttir um aðra kirkjulega fundi verða birtar síðar. Sálntabókin nýja, sem getur hér að framan, er nýkomin í bókaverzlanir. Bókin er i fallegu bandi og prentuð á góðan pappír. Ljóðlínur halda sér, og er það mikill kostur miðað við ýmsar fyrri útgáfur. Verð ei* Jágt, einar 20 krónur í ódýrasta bandinu. Margir munu fagna sálmum þeim, sem bætt hefir verið í bókina, bæði gömlum og nýjum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.