Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1945, Blaðsíða 38
Október. Kristi líkir Eftir séra Óskar J. Þorláksson. Verið me.ð suma hugarfari sem Kristur Jesús var. (Fil. 2,5). Fyrir nökkruin áruin tók þekktur stjórnmálamaður við forsætisráðherraembættinú i Canada. Leiðtogar ýmsra félaga og stofnana gengu á fund lians, er hann hafði tekið við embætti sínu, og átlu viðtöl við hann um áhuga- mal sín. Meðal þéirra voru lielztu leiðtogar kirkjunnar. Við þá sagði forsætisráðherrann meðal annars: „Ef ég væri prestur, myndi eg alltaf prédika út frá einum texta, og liann er þessi: „Verið með sama lnigarfari sem Krist- ur Jesús var.“ (Fil. 2,5). í þessum orðum kemur fram glöggur skilningur á eðli kristindómsins, ekki aðeins á allri boðun lians út á við, heldur líka áhrifum lians í eigin lífi vor mannanna. Að vera kristinn í sannleika er að vera Kristi líkur og þroska með sér það hugarfar, sem einkenndi hann. Jesús sagði eitl sinn: „Gúðsriki er hið innra í yður“. (Lk. 17,21). Með því vildi hann leggja áherzluna á hið innra samfélag við Guð i hjörtum mannanna og að þaðan bær- ust áhrif lil lífsins. Þegar vér hugsum um liið innra líf Jesú sjálfs, þá er það einkum tvennt, sem einkenndi hans innra lif. Fyrst og fremst Jiið innilega kærleikssamfélag hans við Guð, fullkomin þekking á eðli hans, takmarkalaus hlýðni við vilja hans. í öðru lagi var það kærleikur lians til mann- anna og mannlífsins. Þetta kom fram í bjartsýni hans á mannlegt eðli, brennandi tilfinning lians fyrir sannleik-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.