Dagfari - 21.12.1944, Qupperneq 3

Dagfari - 21.12.1944, Qupperneq 3
D A G F A R I ~ ÍÞRÓTTASÍÐAN ~ RITSTJÓRI: BRAGI FRIÐRIKSSON. ÚTGARÐUR Skíðamenn og aðrir unnendur skíða- og útileguferða eiga fagran og hollan samastað, þar sem Útgarður er. Hann býður hverjum þeirn heim, sem vill leita á brott frá mollu- og dægurþrasi bæjanna, í faðm hinnar íslenzku fjalla, og þrá að klífa tindana og sneiða brattann á hinum fráu fákum snævarins, skíðunum. Hann býður vel- komna þá sveina og meyjar, sem að lokinni daglangri svaðilför, leita skjóls innan traustra veggja hans. Þar fá þeir ornað sér við varma ofna, og að lítilli stundu liðinni sýð- ur vatnið á eldavélinni, og nú er geng- ið til snæðings. Menn teyga gómsætt kakóið og neyta brauðs úr mal sínum, unz þeir eru mettir. Að loknum snæð- ingi er gengið til leikja, sumir spila, aðrir setjast með bók í hönd og enn aðrir tefla. Stundum er dansað eða farið í leiki. Að lokum er gengið til náða, þótt næði fáist sjaldan strax, því að nú hefur einhver upp raust sína og segir svo magnaða draugasögu, að alla set- ur hljóða. Menn sjá drauga í hverju horni og við hið minnsta hljóð, hrökkva allir í kút. Loks sefur Útgarður, unz í birtingu, að risið er úr rekkju, Útgarður kvadd- ur og lagt til nýrrar atlögu við snæinn og fjöllin. Þannig er lífið í Útgarði, þrungið gleði og frjálslyndi æsku- mannsins, sem þráir líf og ævintýr. Nemendur! Þegar ykkur er þungt í sinni, þá leitið Útgarðs. Hann mun hýra brá ykkar og fá fölvann úr and- litum ykkar. Takið skíði ykkar og leitið gleðinn- ar í fögru umhverfi hins íslenzka vetrar. B. F. Skrá yfir skólamet í frjálsum íþróttum. 100 m. hlaup Brynjólfur Ingólfsson 11.4 sek. 1941 400 m. hlaup Brynjólfur Ingólfsson 53.2 sek. 1941 800 m. hlaup Einar Þ. Guðjohnsen 2:15.6 mín. 1942 3000m. hlaup Einar Þ. Guðjohnsen 12:24.0 mín. 1941 Hástökk Hafliði Guðmundsson 1.64 m. 1941 Langstökk Stefán Sörenson 6.14 m. 1944 Þrístökk Oddur Helgason 12.92 m. 1942 Stangarstökk Tómas Ax-nason 2.65 m. 1942 Kúluvarp Bi-agi Fiáðriksson 12.64 m. 1942 Kringlukast Bragi Fxáðriksson 34.34 m. 1942 Spjótkast Tómas Arnason 52.55 m. 1944 Um þessi met er það að segja, að þetta eru aðeins beztu ár- angrar, sem náðst hafa á skólamótum og innan skólans. Eru þau sett við misjöfn skilyrði, en mega þó teljast mjög góð. Íþróttasíðan óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Tannkíttið Frá því Magga mundi fyrst eflir sér hafði hún borðað sælgæti meira og minna daglega. I hvert sinn, sem hún eignáðist eyri, rann hann óðara niður í peningaskúffuna hjá sælgætissalan- um, en Magga litla smjattaði á lcara- mellunni sinni af áfergju og nautn. Nú var líka Svo komið fyrir henni, að meiri hluti tanna hennar var þrenndur og skörðum skorinn, því að víst er það satt, að enginn getur borðað mik- ið af karamellum, án þess að gjalda fyrir það með útliti tannanna. Þetta olli aumingja Möggu mikillar sorgar, og hún átti í miklu stríði við sjálfa sig, hvort hún skyldi fá gervitennur, eða láta þessar brenndu hanga enn um hríð. Veslings Magga. Hún var komin í unglingaskóla, og þar voru margir laglegir strákar, sein hana langaði til að brosa til og halda sér til fyrir. Ef hún brosti, þá skein í þessi ógeðslegu, svörtu tannbrot, og strákarnir litu und- an og vildu ekki líta við svona ógeðs- legum munni. Magga var þó lagleg stúlka, með hrokkið, svart hár, sem liún skreytti með rauðri slaufu, og stundum stældi hún hárgreiðslu ein- hverrar fægrar Hollywood-„stjörnu“, sem hún las um í leikarablöðum. Oft hugsaði hún með sér, hvort „stjörn- urnar“ borðuðu ekki mikið sælgæti. Hún var alveg viss um, að þær hlytu að gera það. En hvers vegna höfðu þær þá ekki brenndar og skörðóttar tenn- nr eins og hún? Idvers vegna var þetla lagt á hana, aumingjann, þó að hún styngi einni og einni karamellu upp í sig, þegar henni fannst það svona gott? „Ég er viss um,“ sagði hún við vinkomf sína, persónulegan ráðunaut, Dísu Metúsalem, „að í þessu sælgæti, sem við fáum hérna í búðunum, er eitthvert eitur, sem ekki er í útlendu sælgæti.“ Ég er viss um, að það er þetta eitur, sem hefir skennnt í mér r tennurnar. O, það veit guð, að ég líð kvalir af því, að vera svona um munn- inn.“ Dísa Metúsalem var skynsöm og gjörhugul stúlka og ráðlagði henni eindregið að leita til tanníæknis, sem / bráðlega myndi koma í kaupstaðinn.

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.