Dagfari - 21.12.1944, Qupperneq 4

Dagfari - 21.12.1944, Qupperneq 4
DAGFARI ,,Nei“, jsagði Magga, ,,nei, aldrei! Það er svo óskaplega sárt. Hann rífur all- ar( tennurnar ur mér og deyfir mig kannske ekki. Hann var svo mikill fantur. Eg þori það alls ekki.“ Dag- arnir liðu, og Magga litla saug kara- mellurnar sínar eins og vanalega', og tennurnar í henni héldu áfram að sortna og brenna. Þá kom tannlæknirinn í kaupstað- inn. Fjöldi fólks streymdi til hans og fékk bót á meinskemmduni tanna sinna. En Magga var hikandi og’ kvíð- in og þorði ekki með neinu móti iil læknisins. Hún sá þó þá miklu breyt- ingu, sem varð á útliti manna, sem fengu gert við tennur sínar, og aum- ingja stúlkan gekk um eirðarlaus og vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera. Dísa hvatti hana sem fyrr til þess, að tala við lækninn og bauðst til þess, að fara með henni og vera henni til lnig- arhægðar meðan á orrahríðinni stæði. En það var ekki tauti komandi við~ Möggu. Hún óttaðist miskunnarleysi læknisins og voðalégar þrautir tanua- viðgerðarinnar. í bejcknum hennar Möggu var pilt- ur ofan úr sveit. Hann var kallaður Tolli. Hann var hæggerður og róleg- ur og flanaði ekki neinu. En hann var í eðli sínu mesti æringi og liafði alltaf á takteinum einhver bellibrögð, sem menn mundu lengur en flest annað. Aldrei sagði hann svo orð, að hann ekki „vekti hlátur vítt og breitt“. Tolli hafði gengið til tannlæknisins um lníð og látið gera við tennur sínar. Hafði hann nú skínandi og mjallhvít- ar tennur, sem áður voru mjög farnar að bila. Þetta sér Dísa. Kallar hún á Tolla á eintal og spyr hann, hvernig læknirinn hafi gert við tennur hans. „0, það er ósköp einfalt,“ sváraði hann. „Hann setti bara tannkítti í hol- urnar og fór síðan yfir það með fínni þjöl til þess að slétta það.“ „Var það ekkert sárt?“ spurði hún. „Setur hann ' tannkíttið í, án, þess að það særi mann?“ „0, nei, ekki er nú því að heilsa,“ svarar Tolli, „hann borar með örmjóum rafmagnsbor ’í skemmdirn- ar og setur síðan kíttið í. Það er sárt, þegar það er’ gert, skal ég segja þér.“ „En er endilega nauðsynlegt að bora svona, má ekki alveg eins setja kittið í holurnar án þess?“ „Jú, áreiðan- lega," sagði Tolli. „Það væri svo sem lafhægt að gera þetta sjálfur, ef mað- ur hefði bara tannkítti!“ Magga hreifst af þessu. Eiga tann- kítti í bauk og geta sett það sjálfur í, þegar þyrfti á að halda og láta engan lækni koma þar næni. „Er það alveg áreiðanlega satl, að maður geti gert þetta upp á eigin spýtur, ef maður bara hefir tannkítti? 0, ég vildi, að ég ætti svolitla slettu og gæti reynt þetta.“ „Já“, sagði Tolli og brosti með sjálfum sér. „Þetta er afskaplega ein- falt. Eg er viss um, að með lagni gæt- irðu alveg lagað í þér tennurnar.“ „Tolli minn,“ sagði hún einkar blíð- lega,- „heldurðu, að þú gætir ekki út- vegað mér ósköp lítið af tannkítti hjá lækninum, svo að ég geti reynt, hvað það dugar? Mikið skyldi ég þá vera þér þakklát.“ „Eg að útvega þér tann- kítti hjá lækmnum“, át hann upp eftir henni, „hvernig í ósköpunum held- urðu, að ég geti gert það? Hann lætur ekki nokkurn einasta mann hafa slíkt. Hann hefir ekkert Teyfi til þess.“ „Ó, Tolli, þú verður að gera þetta fyrir mig. Eg skal borga þér vel, já, já, — þú mátt kyssa mig, ef þú gerðir það.“ Það virtust nú fara að renna tvær grímur á piltinn. Hann. klóraði sér íbygginn á vangann og þóttist vera að hugsa málið. „Jæja“, sagði hanri loks, „ég lofa þér því, að revna það, sem ég get“. Síðan skildust þau. Magga gat ekki um neitt annað hugsað en tannkíttið. Allan daginn beið hún og vonaði, að Tolli kærni til hennar fær- andi hendi. En það er af Tolla að segja, að hann fer þegar af stað heim til sín og hefir staðráðið að leika dug- lega ú veslings Möggu, sem í einfeldni sinni treysti honum fullkomlega. Ætlaði hann að sjóða saman einhverja blöndu, sem liann gæti komið henni til að trúa, að væri tannkítti. Sat hann nú heima í herbergi sínu og velti fyrir sér, livaða efni væru hentugust í þetta samsull. Að lokum datt honum snallræði í hug. Hann hnuplaði úr búri matmóður sinnar dálitlu af flór- sykri, kartöflumjöli og kökudropum. Hrærði liann þetta síðan sarnan í vatni og setti eilítið af tannkremi út í blönduna. Hrærði hann þetta síðan vandlega saman og varð af þessu hvítt, lint deig eða klístur, sem hann setti í gamlan smyrslabauk, er hann átti. Þóttist hann nú vel hafa unnið. Lá þá næst fyrir að semja varúðar- reglurnar. Límdi hann stóran niiða á haukinn og ritaði á hann með lækna- skrift: Gæt þess vandlega, að ekki leiki loft um tannkíttið! Hætta á að það harðni og ónýtist! Geymist á rökum stað! Auk þess skrifaði hann sérstakar reglur á laust blað, sem fylgja skyldu bauknum, og ’Voru hinar eiginlegu notkunarregur: 1. Hrærir kíttið vel, áður en notað er. 2. Fyllið vandlega hverja holu og fágið vandlega yfirborðið. Dragið síðan pensil með ljósu naglalakki yfir tennurnar. 3. Haldið munninum opnum, þang- að til kíttið er orðið hart, sem verður eftir stundarfjórðung eða hálftíma. 4. Gætið þess ætíð, að loka baukn- um að notkun lokinni. Eftir þetta fór hann til Möggu og lét hana fá baukinn. Skýrði hann ná- kvæmlega fyrir henni, hvernig hún skyldi haga viðgerð tannanna og brýndi fyrir henni að fylgja út í æsar settum reglum. Sagði hann henni, að þegar kíttið færi að losna frá, — sem hann hélt, að yrði eftir nokkrar vikur — skyldi hún kítta í tennurnar alveg á sama hátt, og gæti hún þannig haldið við tönnum sínum. Magga var í sjöunda himni og launaði honum greiðann með löngum kossi. Kvaðst hún mundu reyna kíttið næsta laug- ardag, því að þá ætlaði hún á dans- leik. Daginn eftir hitti hún Dísu og sagði henni frá því, sem hún hafði eignazt. En Dísa var það skynsöm, að hún þóttist viss um, að eitthvað væri saman við þetta, en skoðun Möggu varð ekki breytt og á laugardaginn skyldi hún fara á dansleikinn með nýjar, skínandi tennur. Framh. Dagfari óskar lesendum sínum gleði- legra jóla og góðs og gœfuríks kom- andi árs.

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.