Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 12

Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 12
12 MENNTSKÆLINGUK kenndar eru allt frá barnæsku, er snúið við, þar sent það er t. d. álitið ganga glæpi næst að hjálpa náunganum. Því- lík er hin gamla kennsluskipun, er, eng- inn veit hvað lengi, á að fóstra íslenzka æsku. í þessum skóla draga ágætir kennarar og þroskaðir kennarar nokk- uð úr göllum þessum, en engan veginn þó svo að heilt sé. Allt frá því að J. Rousseau reit bók sína „Emile“, hefir uppeldi og kennsla verið eitt af höfuð- viðfangsefnum heimspekinga og sál- fræðinga. Þeir hafa innleitt miklar framfarir og umbætur á þessum svið- um, er síðan hafa verið reyndar til þrautar í framkvæmdinni. Bandaríkja- menn hafa einkum staðið framarlega í þessum málum nú á síðari árum og kynnt margar nýjungar, sem staðið hafa til bóta í þessum efnum. Eigi eru Bret- ar heldur sofandi á verðinum, eða svo íhaldssamir í þessum málum að til skaða sé. Nýlega fóru fram í brezka út- varpinu umræður um kennslumál og var þar m. a. þeirri spurningu varpað fram, hvernig þeim tækist að útskrifa jafn sannarlega menntaða rnenn og raun ber vitni. Svarið var eitthvað á þá leið, að kennslan væri meir í því fólgin, að hvetja nemendur til þess að starfa og hugsa sjálfstætt, því að sú reynsla væri þeim rneira virði í lífinu en ítroðn- ingur undir strangri handleiðslu kenn- ara, sem verða vildu allslæmar heimtur á þegar til átti að taka. Flestar fram- farir í þessum efnum, hjá hvaða þjóð, sem er hafa miðað að því, að meiri og meiri áherzla hefir verið lögð á ein- staklingsmenntunina (individual educa- tion). Sönnunin um kosti þessa skipu- lags hefir komið frá Austurlöndum, þar sem byggja hefir þurft upp frá grunni unglingakennslu og hefir það hlotið eld- skírn sína í Kína, Indlandi og fleiri löndum. Sem dæmi má taka það fyrirkomu- lag, sem kennt er við Dalton skólann í U. S. A. og hlotið hefir útbreiðslu bæði í Evrópu og Asíulöndum. Það líkist að því leyti háskólakennslu, að gáfuðustu nemendurnir geta lokið prófi á skömm- um tíma eftir vild sinni, án þess þó að námstíminn sé óþægilega skorinn sund- ur með bekkjarskipun, en aðrir geta aftur farið rólegar í sakirnar svo sem þeim hentar. Einnig er mikil áherzla lögð á sjálfsnám undir handleiðslu kennara og framsetningu sjálfstæðra skoðana og athugana á lesefninu. Um skipun þessa segir hinn frægi enski rit- höfundur og heimspekingur Aldous Huxley í riti sínu „Proper Studies“: ímyndum okkur nú morgun einn er nemandi kemur í Dalton skóla. Hann langar ef til vill til þess að byrja á landafræði. Því fer hann nú (eftir hús- vitjun) í landafræðistofuna, þar sem hann tekur sér sæti meðal annarra, sem hafa haft það sama í hyggju og hann sjálfur. Kennari, sem lagt hefir sérstaka stund á landafræði, er viðstaddur, og til hans leitar nemandinn eftir ráðlegg- ingum, þegar hann á í erfiðleikum, eða til þess að leiðrétta það, sem hann hefir skrifað. Kennarinn gætir þess vandlega, þegar nemandinn leitar til hans, að gera

x

Menntskælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.